Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 110
H U g v e k J U r
110
Auður Jónsdóttir
Allar sögurnar á
Bókmenntahátíð
Jæja, þá byrjar Bókmenntahátíð í
Reykjavík eina ferðina enn! Við heyrum
talað um hana og skynjum þýðingu
hennar hvert á sinn hátt; sumir hafa
slysast inn á stakan viðburð, aðrir aldrei
drifið sig á viðburð undir hennar nafni,
einhverjir hafa stundað hana af krafti,
jafnvel tekið þátt í henni eða átt hlut í að
halda hana, og upplifa hana jafnvel eins
og lifandi veru.
Að vissu leyti er hún lifandi vera.
Bókmenntahátíð er hugtak utan um líf
og fjölbreytileika, tilfinningar, pólitík,
átök, fagurfræði, samtöl, ást og hatur –
og sögur.
Á tveggja ára fresti hossast hingað í
flugvélum heimsfrægir rithöfundar og
líka aðrir minna frægir sem ekki er
síður fengur að. Í hverri manneskju býr
heill heimur og flestir þessara gesta
reynast búa yfir auðugum heimi sem
þeir eru fúsir að miðla af.
kattakonurnar og paul auster
Sumir gestir eru frægari en aðrir, svo
frægir að það er nánast eins og frægðar
ára þeirra leggist yfir borgina meðan á
stuttri dvöl þeirra stendur. Þeir sem
upplifa sína poppara í rithöfundum
finna fyrir því í hverri taug í þrjá sólar
hringa eða svo að Paul Auster eða Marg
aret Atwood séu á vappi um Laugaveg
inn og Lækjartorg eins og hvert annað
hvunndagsfólk.
Heimsfrægir höfundar eru eins og
rokkstjörnur að því leyti að umhverfið
tekur breytingum í návist þeirra. Þegar
Paul Auster var hér í bæ um árið heyrði
maður fólk hvískra um það úti á götum,
hann þurfti ekki einu sinni að sjást til
að tilfinningin væri áþreifanleg.
En það er kannski ekkert skrýtið. Rit
höfundur á kalíberi við hann hefur fyrir
svo löngu síðan skapað sér sess í hugum
svo margra og haft áhrif á svo marga á
svo margvíslegan hátt. Mótað sýn fólks
á bókmenntir, aðferðir og skilning. Svo
þegar hann kemur loksins á staðinn þá
býr hann þegar í meðvitund svo margra.
En þeir eru líka til sem opna loksins bók
eftir hann þegar þeir sjá tilstandið í
kringum hann og uppgötva nýjan heim.
Og fleiri, alla þessa heima sem búa í
gestum Bókmenntahátíðar.
Svo verða til skemmtilegar sögur,
sögur sem hátíðin sjálf og gestir hennar
fæða af sér. Ég hef stundum sagt söguna
af því þegar hin frægu hjón, Paul Auster
og Siri Hustvedt, voru hér og veislugest
ir hátíðarkvöldverðar hátíðarinnar end
uðu í heimahúsi hér í bæ. Ég var á leið
inni til Kaupmannahafnar þá um nótt
ina, þar sem ég bjó, og hafði fengið lán
aða íbúð mömmu meðan ég dvaldi hér,
þannig að eftir kvöldverðinn fór ég beint
þangað að þrífa, nokkuð sem ég hafði
ekki komist í vegna líflegra viðburða
hátíðarinnar. Þegar ég var búin datt vin
kona mín inn og vildi ólm að ég kíkti í
partíið áður en ég færi í f lugvélina. Við
förum því þangað og um stund leið mér
eins og ég gæti verið inni í skáldsögu
eftir Braga Ólafsson – sem hefur jú þýtt
Auster og orðið fyrir áhrifum af honum.
Í fallegri stofunni sátu hin frægu rit
höfundahjón í litlum sófa og við fætur
þeirra var falleg hvít motta. Þau virtust
h u g v e k j u r