Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 113
H U g v e k J U r
113
hússins eða uppi í risinu í Iðnó og býður
alla velkomna, himinlifandi með lista
verkið Bókmenntahátíð sem hann átti
svo ríkan þátt í að skapa í hugarheimi
sínum sem voru engin takmörk sett. Þar
sem voru engin landamæri, ekki frekar
en á hátíðinni sjálfri.
Bókmenntahátíð tengir okkur á svo
dýrmætan hátt við umheiminn og
þungavigtarmálefni í alþjóðlegri
umræðu. Fagurfræði jafnt sem mann
réttindi. Já, við fáum innsýn í meira en
skáldskap, við hlustum á fólk sem talar
og skrifar um stríðsátök, náttúruvá, trú
arbrögð, veruleika í fjarlægum heimsálf
um, menningarátök, margbrotið mann
lífið. Bókmenntahátíð býður okkur inn í
samtal við hugmyndir og hræringar –
beint í æð.
Nú man ég eftir atviki þegar áður
nefndur Paul Auster var sestur niður í
Norræna húsinu, í þá mund að byrja að
tala þegar heyrðist mikill hvinur.
Eru þetta herþotur? hváði hann. Þá
var ólga í loftinu út af innrásinni í Írak
og að heyra þessa lágstemmdu amerísku
rödd spyrja að þessu í undrunartóni
ljáði herþotunum ennþá dýpri merk
ingu. Atvikinu sem slíku. Það varð saga.
Þetta voru jú herþotur sem höfðu fengið
leyfi til að fljúga þarna yfir hausamót
unum á okkur í Norræna húsinu.
Atvikið ein af öllum þessum upplif
unum.
Bókmenntahátíð er upplifun. Ný í
hvert skipti, samt alltaf sama veran. Full
af sögum, fólki og pælingum. Með því
að fara á Bókmenntahátíð og taka þátt
erum við að stíga inn í sögu og verða
hluti af henni. Við sköpum hana – og
skáldum með veru okkar. Þessa sögu
utan um allar sögurnar. Og það er ekki
leiðinleg saga!
Álfrún Gunnlaugsdóttir
Örfá orð um
konuheitið Mekkín
Unga konan sagði við prestinn að hún
ætlaði að láta dóttur sína heita Mekkín.
Hann varð undrandi og spurði hvers
vegna hún vildi gefa barninu þetta
furðulega nafn. Hún svaraði og sagði að
húsmóðir hennar í Alsír hefði heitið
þessu nafni og sú kona hefði verið sér
svo góð. Presturinn lét það gott heita og
skírði telpuna Mekkín.
„Og þannig komst nafnið í ættina.“
Móðir mín var að útskýra fyrir mér, á
unglingsárum mínum, hvers vegna
langalangamma mín hét Mekkín, og
einnig systir hennar ömmu, sem
drukknaði ung. Og fleiri konur í ætt
inni hétu þessu nafni. Ungu konunni,
formóður okkar, hefði verið rænt í
Tyrkjaráninu 1627, í Borgarfirði eystra,
og var ein af þeim fáu Íslendingum sem
Danakonungur greiddi lausnargjald
fyrir.
Mér þótti sagan falleg, einkum þótti
mér mikið til hjartagæsku konunnar í
Alsír koma. Seinna hreif mig einnig
trygglyndi stúlkunnar við þá manneskju
sem hafði reynst henni svo vel í þreng
ingum hennar, að hún vildi að nafn
hennar hljómaði í sínum húsum. Ef til
vill óskaði hún sér einnig þess að dóttir
hennar eignaðist eitthvað af eiginleikum
góðu konunnar í Alsír. Enn síðar hreifst
ég af víðsýni sveitaprestsins íslenska sem
ekki setti fyrir sig að nafnið væri ættað
frá landi þar sem Múhameðstrú var
ríkjandi. Hann vissi að unga konan
hefði dvalið meðal Múhameðstrúar
manna fyrir ekki svo löngu, og var til
þess að gera nýkomin úr sjálfu „barbarí
inu.“