Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 114

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 114
H U g v e k J U r 114 Ég tel að sagan sé í meginatriðum áreiðanleg, og má í því sambandi benda á að nafnið virðist framan af aðeins hafa verið til austur á landi. Um miðja nítj­ ándu öld hétu ellefu íslenskar konur hér á landi Mekkín og áttu allar heima í Múlasýslu. Segir það sína sögu. Íslenskir fræðimenn hafa hins vegar verið á öðru máli, enda virðast þeir eins og fyrirfram útiloka að nafnið geti verið af arabískum rótum. Að minnsta kosti nefna þeir ekki að leitað hafi verið í arabískum heimild­ um eða gögnum. Í staðinn er haldið á lofti frísneska stuttnefninu Mecke sem mögulegri rót kvenmannsnafnsins Mekkín. Á þetta stuttnefni að vera notað um konur er bera nafn sem hefst á Mein­ og hafa borist til Íslands frá Norður­Þýskalandi.1 Um leið er gefið í skyn að nafnið Mekkín hafi getið af sér söguna um íslensku stúlkuna og hús­ móður hennar í Alsír, sem fræðimenn­ irnir þekkja. Sagan beri keim af þjóð­ sögu. En hver sem vill getur hafið leit í tölvunni sinni og uppgötvað að konu­ nafnið Mekin2 er til í hinum arabíska heimi, og er talið komið af og tengt kvenmannsnafninu Makin, sem kemur fjórum sinnum fyrir í Kóraninum. Sé nafnið þetta fornt, og auk þess notað enn í dag, eru allgóðar líkur á að það hafi verið notað í Alsír á 17. öld. Bent skal á að nafnið er einnig til sem ættarnafn, en þar sem Alsírbúar tóku ekki upp ættarnöfn fyrr en seint á nítj­ ándu öld, vegna tilskipunar Frakka, sem höfðu landið að nýlendu, og vildu koma skikki á manntal og önnur stjórnsýslu­ fyrirbæri, þarf ekki að leiða hugann að ættarnafninu.3 Ég tel að nærtækara sé að horfa til Alsírs í leit að uppruna nafnsins Mekkín en til Þýskalands eða Fríslands, og hafa að leiðarljósi söguna um góðu konuna í Alsír og íslenska ambátt hennar.4 tilvísanir 1 Sjá Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni, Nöfn Íslendinga, 2. útg. Reykja­ vík, Forlagið, 2011, bls. 432. 2 Borið fram Mekín. Sjá http://muslimba­ bynames.co.uk/mekin/ 3 http:geneasud.20minutes­blogs.fr/arc­ hive/2008/o9/30/les­991­patronymes­les­ plus­repandus­dans­l­est­aglerien.html http://elancer.dz.over­blog.com/article­ la­creation­de­l­etat­civil­pour­les­ alg­60581506.html http://www.jijel.info/forums/tread­530.html 4 Ég vil þakka Þórhildi Ólafsdóttur og Necmi Ergün fyrir veitta aðstoð og hjálp við tilurð þessa greinarkorns. Árni Bergmann Á aldarafmæli Magnúsar Kjartanssonar Í febrúar voru hundrað ár liðin frá fæð­ ingu Magnúsar Kjartanssonar ritstjóra, ráðherra og rithöfundar. Magnús sá ég fyrst í ágúst 1955 þegar ég hafði verið einn vetur í Moskvu við nám, var heima í sumarleyfi og átti erindi á Þjóðviljann. Þetta var einmitt daginn sem hann var settur í tukthús til að sitja af sér sektir sem blaðið hafði fengið á sig vegna dóma í meiðyrðamál­ um, fyrir skrif um saltfisksölusvindl og fleiri hneykslismál. Ég slóst í hóp sam­ herja Magnúsar sem fór að heimsækja hann frá ritstjórnarhúsinu á Skólavörðu­ stíg 19 og niður í gamla tukthúsið við sömu götu. Ég var hálfgerður unglingur enn og gat varla ímyndað mér neitt meira spennandi eða eftirsóknarverðara en að vera pólitískur fangi. Ég man að góðkunningi Magnúsar, Halldór Lax­
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.