Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 114
H U g v e k J U r
114
Ég tel að sagan sé í meginatriðum
áreiðanleg, og má í því sambandi benda
á að nafnið virðist framan af aðeins hafa
verið til austur á landi. Um miðja nítj
ándu öld hétu ellefu íslenskar konur hér
á landi Mekkín og áttu allar heima í
Múlasýslu. Segir það sína sögu. Íslenskir
fræðimenn hafa hins vegar verið á öðru
máli, enda virðast þeir eins og fyrirfram
útiloka að nafnið geti verið af arabískum
rótum. Að minnsta kosti nefna þeir ekki
að leitað hafi verið í arabískum heimild
um eða gögnum. Í staðinn er haldið á
lofti frísneska stuttnefninu Mecke sem
mögulegri rót kvenmannsnafnsins
Mekkín. Á þetta stuttnefni að vera
notað um konur er bera nafn sem hefst á
Mein og hafa borist til Íslands frá
NorðurÞýskalandi.1 Um leið er gefið í
skyn að nafnið Mekkín hafi getið af sér
söguna um íslensku stúlkuna og hús
móður hennar í Alsír, sem fræðimenn
irnir þekkja. Sagan beri keim af þjóð
sögu. En hver sem vill getur hafið leit í
tölvunni sinni og uppgötvað að konu
nafnið Mekin2 er til í hinum arabíska
heimi, og er talið komið af og tengt
kvenmannsnafninu Makin, sem kemur
fjórum sinnum fyrir í Kóraninum.
Sé nafnið þetta fornt, og auk þess
notað enn í dag, eru allgóðar líkur á að
það hafi verið notað í Alsír á 17. öld.
Bent skal á að nafnið er einnig til sem
ættarnafn, en þar sem Alsírbúar tóku
ekki upp ættarnöfn fyrr en seint á nítj
ándu öld, vegna tilskipunar Frakka, sem
höfðu landið að nýlendu, og vildu koma
skikki á manntal og önnur stjórnsýslu
fyrirbæri, þarf ekki að leiða hugann að
ættarnafninu.3 Ég tel að nærtækara sé
að horfa til Alsírs í leit að uppruna
nafnsins Mekkín en til Þýskalands eða
Fríslands, og hafa að leiðarljósi söguna
um góðu konuna í Alsír og íslenska
ambátt hennar.4
tilvísanir
1 Sjá Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson frá
Arnarvatni, Nöfn Íslendinga, 2. útg. Reykja
vík, Forlagið, 2011, bls. 432.
2 Borið fram Mekín. Sjá http://muslimba
bynames.co.uk/mekin/
3 http:geneasud.20minutesblogs.fr/arc
hive/2008/o9/30/les991patronymesles
plusrepandusdanslestaglerien.html
http://elancer.dz.overblog.com/article
lacreationdeletatcivilpourles
alg60581506.html
http://www.jijel.info/forums/tread530.html
4 Ég vil þakka Þórhildi Ólafsdóttur og Necmi
Ergün fyrir veitta aðstoð og hjálp við tilurð
þessa greinarkorns.
Árni Bergmann
Á aldarafmæli
Magnúsar
Kjartanssonar
Í febrúar voru hundrað ár liðin frá fæð
ingu Magnúsar Kjartanssonar ritstjóra,
ráðherra og rithöfundar.
Magnús sá ég fyrst í ágúst 1955 þegar
ég hafði verið einn vetur í Moskvu við
nám, var heima í sumarleyfi og átti
erindi á Þjóðviljann. Þetta var einmitt
daginn sem hann var settur í tukthús til
að sitja af sér sektir sem blaðið hafði
fengið á sig vegna dóma í meiðyrðamál
um, fyrir skrif um saltfisksölusvindl og
fleiri hneykslismál. Ég slóst í hóp sam
herja Magnúsar sem fór að heimsækja
hann frá ritstjórnarhúsinu á Skólavörðu
stíg 19 og niður í gamla tukthúsið við
sömu götu. Ég var hálfgerður unglingur
enn og gat varla ímyndað mér neitt
meira spennandi eða eftirsóknarverðara
en að vera pólitískur fangi. Ég man að
góðkunningi Magnúsar, Halldór Lax