Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 126
U m S a g n i r U m B æ k U r 126 ast í höfðinu er leyndarmálið sem þú lofaðir að segja engum, aldrei. Að henni var.“ Þá setningu þarf ekki að klára. Og stúlkan er reið yfir því að hún skuli vera hrædd í borginni sinni – „Að það sé búið að taka nóttina frá ykkur.“ „Sumar konur“ gæti þess vegna gerst á undan „Heim“ því hún segir frá undir­ búningi undir að fara á djammið og frá djamminu sjálfu, ekta stelpusaga, skondin og skemmtileg. Titillinn er vísun í lag Bubba Morthens um konurn­ ar sem hlæja eins og hafið. Sögukona og Kata vinkona hennar eru dásamlegar persónur og ansi miklu betur á vegi staddar en fatahönnuðurinn Sesselía í „Prófíl“ sem er að reyna að búa til úr sér nýja og betri persónu og eignast nýtt og betra líf. Með þessa ömurlegu sjálfs­ mynd á hún langt í land en vonandi getur hún einhvern tíma tekið mark á sálfræðingnum sem messar yfir henni: „Þegar þú verður óörugg, minntu þig þá á hvað þú raunverulega ert. Án lækanna og samfélagsmiðlanna. Klár, fyndin, skemmtileg ung kona.“ (115) „Grenitré“, „Sjö“ og „1. apríl 2006“ hverfast um bernsku­ eða æskuminn­ ingar. Best þeirra er sú síðasttalda sem hefur fermingardag sögukonu í miðju en heldur áfram þaðan nokkrum sinn­ um og hverfur svo til baka aftur. Skemmtileg sögutækni sem kemur vel út. Í lokasögunni, „Undanhlaupi“, notar Fríða svo bréf til að koma söguefninu til skila. Sögukona er í húsnæði Rithöf­ undasambandsins í litlum bæ úti á landi og á að vera að skrifa skáldskap en er svo illa haldin af sorgarkláðanum sem ég nefndi hér í byrjun að hún getur ekki skrifað neitt nema bréf til tvíburabróður síns sem hún hefur misst. Það er erfitt að gera upp á milli sagnanna en ég held að þessi sé best. Enda má segja að hún geymi lausnina fyrir sögurnar í heild – að láta kláðann vera! Fjörugt og kraftmikið myndmál Fríða Ísberg hóf feril sinn sem ljóðskáld og þess sér víða stað í sögunum. Stíllinn er oft ljóðrænn og orðanotkun og myndmál stundum alveg einstakt. „Hvað er hægt að kalla þessa fullorðnu unglinga?“ spyr sögumaður í „Ljósa­ krónunni“, „Hálforðið fólk? Funglinga?“ (16) Kærastan í „Að kúga eða kúgast“ sönglar „endalausar lagleysur, tóna sem fara óreiðukennt þvers og kruss um allt rýmið, eins og flugur í leit að opnum glugga.“ (22) „Það er ekki beint hægt að segja að sólin rísi á næststysta degi árs­ ins,“ segir í „Grenitré“ (137): „Hún sest upp í rúminu, situr á rúmbríkinni, horf­ ir í kringum sig, á fatahrúgurnar, óhreinu sokkana. Það er kalt. Það er dimmt. En það er hlýtt í rúminu. Hún lyppast aftur niður.“ Stelpan í „Bláum dögum“ býst við að verða afbrýðisöm út í nýjar kærustur Indriða: „En þegar hún hefur fyrst veður af bólförum fyrrum unnusta síns þá þarf hún a þukla á sjálfri sér og leita að öfundsýki í vösun­ um. Finnur hana hvergi.“ (179) Það er nautn að lesa svona vel gerðar smásögur sem þar að auki opna manni sýn inn í líf ungs fólks á okkar tímum þegar allt á að vera svo frjálst en er í raun og veru múlbundið í gamlar venjur og nýjar kröfur og kvaðir. Brynja Hjálmsdóttir Kaffi og köfnun Jónas reynir gunnarsson: Krossfiskar. partus, 2018. 188 bls. Jónas Reynir Gunnarsson rauk fram á ritvöllinn með miklum bravúr haustið 2017 þegar hann gaf út þrjár bækur, skáldsöguna Millilendingu og ljóðabæk­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.