Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 130
U m S a g n i r U m B æ k U r
130
lesið og þér munið finna til
Í Krossfiskum er fjallað um stór heim
spekileg málefni; drauma, raunveru
leika, minningar, Guð og Djöfulinn. Það
er erfitt að setja merkimiða á þann
skáldskaparstíl sem er við lýði í bókinni,
þetta er ekki hreinn og beinn súrreal
ismi og ekki töfraraunsæi heldur, en
hann er einhvers staðar á því rófi.
Þar sem sagan er dulræn og draum
kennd er freistandi að leita að dulmáls
lykli. Reyna að þræða sig eftir leynistíg
um sögunnar til að komast inn að miðju
völundarhússins þar sem hið eina rétta
svar blasir við á risavöxnu ljósaskilti:
Þessi bók er ádeila á heilsudýrkun og
blætisvæðingu íþróttaiðkunar! Hún
fjallar um djöfladýrkendur! Um #metoo!
Um unga fólkið og fasteignamarkaðinn!
Þegar allt kemur til alls er slík dul
málslyklaleit bæði óþörf og óspennandi.
Verk eftir annan tilraunakenndan höf
und, Svövu Jakobsdóttur, hafa verið
túlkuð sem allegóríur fyrir víðtæk mál
efni eins og kvenréttindi en líka
afmörkuð málefni eins og hersetu
Bandaríkjamanna á Íslandi. Það er
vissulega ein möguleg leið til að nálgast
verkin en það getur verið takmarkandi,
verk hennar standa fyrir sínu án þess að
merking þeirra þurfi að vera niður
njörvuð. Sjálf las ég Leigjandann sem
unglingur og fannst hún frábær án þess
að hafa heyrt orð um neinar duldar
merkingar. Mér fannst þetta bara skrítin
og skemmtileg bók.
Krossfiskar er líka skrítin og
skemmtileg bók. Hún fer út um víðan
völl, vekur upp margar spurningar en
veitir ekki afmörkuð svör. Þótt maður
sakni þess stundum að fá ekki svörin
kemur það ekki endilega að sök, því hér
er lestrarupplifunin í fyrirrúmi. Svona
skáldskapur er mér einkar vel að skapi
og ég vona að Jónas Reynir haldi áfram
á þessari tilraunakenndu braut. Hér
hefur bókin verið borin saman við
ýmiss konar verk en þegar upp er staðið
er hún samt einhvern veginn engu öðru
lík.
Gréta Sigríður Einarsdóttir
Ástarsögur
með öfugum
formerkjum
guðrún eva mínervudóttir: Ástin Texas:
sögur. Bjartur 2018. 208 bls.
Ég hafði takmarkaðar væntingar þegar
ég opnaði Ástin Texas eftir Guðrúnu
Evu Mínervudóttur. Hún á sér marga
trygga aðdáendur en það úrval af
bókum hennar sem ég hef lesið hingað
til hefur ekki náð að heilla mig upp úr
skónum. Skemmst er frá því að segja að
á næstunni mun ég verða mér úti um
eintök af þeim bókum hennar sem ég á
ólesnar og eigna þeim heiðursstað á
náttborðinu ásamt öllum hinum bókun
um sem ég er alveg að fara að lesa.
Það er ekki augljóst við fyrstu sýn en
Ástin Texas er ekki skáldsaga heldur
smásagnasafn. Smásögunni hefur vaxið
fiskur um hrygg upp á síðkastið eftir
þónokkur mögur ár þar sem hún hefur
haft það orð á sér að vera ósöluvænleg
og ólíkleg til að laða að sér lesendur.
Margir nýir og spennandi höfundar eru
að ryðja sér til rúms með smásögum og
reyndari höfundar hafa einnig spreytt
tilvísanir
1 „Ég á mér ekkert líf annað en að skrifa,“
RÚV Menning, 15. október 2017, sótt 26.
febrúar 2019 af http://www.ruv.is/frett/ega
merekkertlifannadenadskrifa