Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 130
U m S a g n i r U m B æ k U r 130 lesið og þér munið finna til Í Krossfiskum er fjallað um stór heim­ spekileg málefni; drauma, raunveru­ leika, minningar, Guð og Djöfulinn. Það er erfitt að setja merkimiða á þann skáldskaparstíl sem er við lýði í bókinni, þetta er ekki hreinn og beinn súrreal­ ismi og ekki töfraraunsæi heldur, en hann er einhvers staðar á því rófi. Þar sem sagan er dulræn og draum­ kennd er freistandi að leita að dulmáls­ lykli. Reyna að þræða sig eftir leynistíg­ um sögunnar til að komast inn að miðju völundarhússins þar sem hið eina rétta svar blasir við á risavöxnu ljósaskilti: Þessi bók er ádeila á heilsudýrkun og blætisvæðingu íþróttaiðkunar! Hún fjallar um djöfladýrkendur! Um #metoo! Um unga fólkið og fasteignamarkaðinn! Þegar allt kemur til alls er slík dul­ málslyklaleit bæði óþörf og óspennandi. Verk eftir annan tilraunakenndan höf­ und, Svövu Jakobsdóttur, hafa verið túlkuð sem allegóríur fyrir víðtæk mál­ efni eins og kvenréttindi en líka afmörkuð málefni eins og hersetu Bandaríkjamanna á Íslandi. Það er vissulega ein möguleg leið til að nálgast verkin en það getur verið takmarkandi, verk hennar standa fyrir sínu án þess að merking þeirra þurfi að vera niður­ njörvuð. Sjálf las ég Leigjandann sem unglingur og fannst hún frábær án þess að hafa heyrt orð um neinar duldar merkingar. Mér fannst þetta bara skrítin og skemmtileg bók. Krossfiskar er líka skrítin og skemmtileg bók. Hún fer út um víðan völl, vekur upp margar spurningar en veitir ekki afmörkuð svör. Þótt maður sakni þess stundum að fá ekki svörin kemur það ekki endilega að sök, því hér er lestrarupplifunin í fyrirrúmi. Svona skáldskapur er mér einkar vel að skapi og ég vona að Jónas Reynir haldi áfram á þessari tilraunakenndu braut. Hér hefur bókin verið borin saman við ýmiss konar verk en þegar upp er staðið er hún samt einhvern veginn engu öðru lík. Gréta Sigríður Einarsdóttir Ástarsögur með öfugum formerkjum guðrún eva mínervudóttir: Ástin Texas: sögur. Bjartur 2018. 208 bls. Ég hafði takmarkaðar væntingar þegar ég opnaði Ástin Texas eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Hún á sér marga trygga aðdáendur en það úrval af bókum hennar sem ég hef lesið hingað til hefur ekki náð að heilla mig upp úr skónum. Skemmst er frá því að segja að á næstunni mun ég verða mér úti um eintök af þeim bókum hennar sem ég á ólesnar og eigna þeim heiðursstað á náttborðinu ásamt öllum hinum bókun­ um sem ég er alveg að fara að lesa. Það er ekki augljóst við fyrstu sýn en Ástin Texas er ekki skáldsaga heldur smásagnasafn. Smásögunni hefur vaxið fiskur um hrygg upp á síðkastið eftir þónokkur mögur ár þar sem hún hefur haft það orð á sér að vera ósöluvænleg og ólíkleg til að laða að sér lesendur. Margir nýir og spennandi höfundar eru að ryðja sér til rúms með smásögum og reyndari höfundar hafa einnig spreytt tilvísanir 1 „Ég á mér ekkert líf annað en að skrifa,“ RÚV Menning, 15. október 2017, sótt 26. febrúar 2019 af http://www.ruv.is/frett/eg­a­ mer­ekkert­lif­annad­en­ad­skrifa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.