Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 136

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 136
U m S a g n i r U m B æ k U r 136 tæki, sem hannað var til að bera á milli manna tegundir skilaboða eða form þekkingar sem sífellt minni eftirspurn er eftir. Bókin er á hverfanda hveli, bæði sem form og efni. (161) Þetta er kjarni verksins og boðskapur, það er þess vegna sem hljómkviðan er sálumessa, og því er brýnt að ljá honum eyra. En til þess þarf að víkka skalann. Þegar Condorcet setti fram framfara­ kenninguna fyrstur manna, í lok 18. aldar, víkur hann að þeim hindrunum sem tafið hafa fyrir framförum, og nefnir þá einkum bókabrennur, því framfarirnar byggðust að hans dómi einkum á bókmenningu. En þessi hætta er nú úr sögunni, segir hann, því prent­ listin hefur gert það að verkum að bækur eru til í svo mörgum eintökum að enginn einvaldur né trúflokkur getur komist yfir að brenna eða tortíma öllum eintökum af sömu bók þannig að hún hverfi með öllu, svo og sú þekking sem hún hafði að geyma. Eftir bókabrennum nasista að dæma virðist Condorcet hafa mikið til síns máls, þær voru fyrst og fremst táknrænar; Hitler hafði engin tök á að afmá með öllu neina bók. En er þetta lokaorðið? Til að skoða það verður að fara lengra, miklu lengra aftur í for­ tíðina. Í 39. bók sinnar miklu Róm- verjasögu segir Livius sagnaritari frá því að árið 186 f. Kr. að voru tímatali, hafi orðið heilmikið havarí út af Bakkusar­ hátíðum, sem þá var farið að halda í Róm og víðar í Ítalíu að grískri fyrir­ mynd, fylgdi þeim úlúlatus, sinfóníur og bumbusláttur, fyrir utan margt annað. Öldungaráðið taldi nauðsynlegt að bregðast við og gaf út tilskipun, senatus consultum. En hvernig átti að gera almenningi kunnugt um þessa ráðstöf­ un þingsins? Til þess var haft Lögbirt­ ingablað þess tíma, tilskipunin var letr­ uð á bronstöflur og vafalaust fest upp víða; þannig gat almenningur lesið hana og vitað að hverju hann gekk. Þetta mun hafa verið algengt, en því er þessi saga alþekkt að ein af þessum bronstöflum varðveittist og fannst rúmum átján öldum síðar, nálægt þeim stað þar sem hún hafði upphaflega verið fest upp. Hún er nú hin merkasta heimild um lat­ ínu eins og við hæfi var að rita hana á þessum tíma. En þetta sýnir einnig – og til þess renna fleiri rök – að á þessum tíma hefur lestrarkunnátta verið útbreidd á Ítalíu, svo mjög að yfirvöld gátu treyst á hana við stjórnun landsins. Í borgum voru bókasöfn, og vel stæðir einstakl­ ingar áttu sín eigin söfn sem fóru vafa­ laust eftir áhugamálum hvers og eins, í Pompei fannst bókasafn epíkúringa með safni af verkum meistarans sem nú eru með öllu glötuð (ekki var hægt að lesa nema örlítið slitur úr handritunum, rétt nóg til að vita að verkin voru raunveru­ lega eftir Epíkúros). En nú er rétt að fara nokkrar aldir fram í tímann, til fyrsta hluta miðalda. Þá er svo komið að á Vesturlöndum er lestrar­ og skriftarkunnátta nánast horf­ in, almenningur er ólæs, jafnt konungar sem aðrir – Karlamagnús keisari gat ekki skrifað nafnið sitt – einungis kirkj­ unnar þjónar kunna á bók og þeirra þekking er gjarnan völt. Sumir hafa jafnvel látið sér detta í hug að ef kirkjan hefði ekki verið til staðar með sína klausturskóla (einu skólana sem enn voru starfræktir) hefði getað farið svo að lestrarkunnátta hefði horfið með öllu, nema á Spáni, en þar var letrið arabískt. Hvað gerðist? Það vita menn ekki gjörla, en víst er að við þetta glataðist mestur hlutinn af bókakosti fornaldar, sumir hafa reiknað út að níu tíundu hlutar hans hafi gufað upp. Ekki varðveittist annað en þær bækur sem lesnar voru í skólum, svo og þær sem lágu og rykféllu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.