Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 136
U m S a g n i r U m B æ k U r
136
tæki, sem hannað var til að bera á milli
manna tegundir skilaboða eða form
þekkingar sem sífellt minni eftirspurn er
eftir. Bókin er á hverfanda hveli, bæði
sem form og efni. (161)
Þetta er kjarni verksins og boðskapur,
það er þess vegna sem hljómkviðan er
sálumessa, og því er brýnt að ljá honum
eyra. En til þess þarf að víkka skalann.
Þegar Condorcet setti fram framfara
kenninguna fyrstur manna, í lok 18.
aldar, víkur hann að þeim hindrunum
sem tafið hafa fyrir framförum, og
nefnir þá einkum bókabrennur, því
framfarirnar byggðust að hans dómi
einkum á bókmenningu. En þessi hætta
er nú úr sögunni, segir hann, því prent
listin hefur gert það að verkum að
bækur eru til í svo mörgum eintökum
að enginn einvaldur né trúflokkur getur
komist yfir að brenna eða tortíma öllum
eintökum af sömu bók þannig að hún
hverfi með öllu, svo og sú þekking sem
hún hafði að geyma. Eftir bókabrennum
nasista að dæma virðist Condorcet hafa
mikið til síns máls, þær voru fyrst og
fremst táknrænar; Hitler hafði engin tök
á að afmá með öllu neina bók. En er
þetta lokaorðið? Til að skoða það verður
að fara lengra, miklu lengra aftur í for
tíðina. Í 39. bók sinnar miklu Róm-
verjasögu segir Livius sagnaritari frá því
að árið 186 f. Kr. að voru tímatali, hafi
orðið heilmikið havarí út af Bakkusar
hátíðum, sem þá var farið að halda í
Róm og víðar í Ítalíu að grískri fyrir
mynd, fylgdi þeim úlúlatus, sinfóníur og
bumbusláttur, fyrir utan margt annað.
Öldungaráðið taldi nauðsynlegt að
bregðast við og gaf út tilskipun, senatus
consultum. En hvernig átti að gera
almenningi kunnugt um þessa ráðstöf
un þingsins? Til þess var haft Lögbirt
ingablað þess tíma, tilskipunin var letr
uð á bronstöflur og vafalaust fest upp
víða; þannig gat almenningur lesið hana
og vitað að hverju hann gekk. Þetta mun
hafa verið algengt, en því er þessi saga
alþekkt að ein af þessum bronstöflum
varðveittist og fannst rúmum átján
öldum síðar, nálægt þeim stað þar sem
hún hafði upphaflega verið fest upp.
Hún er nú hin merkasta heimild um lat
ínu eins og við hæfi var að rita hana á
þessum tíma.
En þetta sýnir einnig – og til þess
renna fleiri rök – að á þessum tíma
hefur lestrarkunnátta verið útbreidd á
Ítalíu, svo mjög að yfirvöld gátu treyst á
hana við stjórnun landsins. Í borgum
voru bókasöfn, og vel stæðir einstakl
ingar áttu sín eigin söfn sem fóru vafa
laust eftir áhugamálum hvers og eins, í
Pompei fannst bókasafn epíkúringa með
safni af verkum meistarans sem nú eru
með öllu glötuð (ekki var hægt að lesa
nema örlítið slitur úr handritunum, rétt
nóg til að vita að verkin voru raunveru
lega eftir Epíkúros).
En nú er rétt að fara nokkrar aldir
fram í tímann, til fyrsta hluta miðalda.
Þá er svo komið að á Vesturlöndum er
lestrar og skriftarkunnátta nánast horf
in, almenningur er ólæs, jafnt konungar
sem aðrir – Karlamagnús keisari gat
ekki skrifað nafnið sitt – einungis kirkj
unnar þjónar kunna á bók og þeirra
þekking er gjarnan völt. Sumir hafa
jafnvel látið sér detta í hug að ef kirkjan
hefði ekki verið til staðar með sína
klausturskóla (einu skólana sem enn
voru starfræktir) hefði getað farið svo að
lestrarkunnátta hefði horfið með öllu,
nema á Spáni, en þar var letrið arabískt.
Hvað gerðist? Það vita menn ekki gjörla,
en víst er að við þetta glataðist mestur
hlutinn af bókakosti fornaldar, sumir
hafa reiknað út að níu tíundu hlutar
hans hafi gufað upp. Ekki varðveittist
annað en þær bækur sem lesnar voru í
skólum, svo og þær sem lágu og rykféllu