Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 138

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Page 138
U m S a g n i r U m B æ k U r 138 skömmtum. Við það einangruðust þeir frá raunverulegu mannlífi – öfugt við það sem loforðin hljóðuðu upp á – og það sem var síst betra, hugsun þeirra fór inn í tölvufarveg, þeirra reynsla og þekking varð sparðatínsla, sett saman úr sundurlausum tölvutextum. Til þessa ástands rekja menn þá sálarkröm sem rannsóknir sýna að herji illilega á ungt fólk um þessar mundir, og aukninga sjálfsvíga í kjölfarið. Sumar rannsóknir benda reyndar til þess, að sögn, að hætt­ an á sjálfsvígum unglinga standi í beinu hlutfalli við þann tíma sem þeir sitji fyrir framan skerminn, á hinum svo­ kölluðu „samfélagsmiðlum“. Það gefur auga leið að eitt af því fyrsta sem lætur undan þegar ástandið er orðið með þessu móti er bóklestur, þeir sem hanga nótt og nýtan dag yfir skerminum hafa vitanlega engan tíma né orku til sökkva sér niður í ritað mál. Það er líka alveg óvíst að sálarástand þeirra leyfi það, í bókum finnast engin læk. Um leið geta þeir ekki heldur náð þeirri tækni og þjálfun sem þarf til að lesa langar bækur, eftir fáeinar blaðsíður „eru þeir búnir að missa þráðinn“, eins og gjarnan heyrist. Við þetta bætist sú útbreidda skoðun að allt sem heyri fortíðinni til, og þá líka allar bækur nema hinar nýútkomnu, og jafnvel bókin sem slík, sé úrelt og komi ekki lengur neinum við. Það er því full ástæða til að vera svart­ sýnn eins og Ragnar Helgi Ólafsson, en það er samt óþarfi að sökkva niður í örvæntingu. Ég verð þess var að farið er að brydda á andspyrnu gegn þeim tölvu­ behemot sem allt vill gleypa, hún birtist í nýyrðum eins og orðinu „tölvuþreyta“, sem farið er að tala um, eða í spurningu sem ég hef heyrt: „hvers vegna þarf að tölvuflækja þetta?“, og hún birtist í sárum áhyggjum af velferð ungmenna. En hvað er fyrir höndum ef tölvan heldur áfram að leika lausum hala, þeim hala sem allt sópar burt? Hér er kannski rétt að syngja hinn mergjaða latneska dómsdagssálm (með sínu lagi): Liber scriptus proferetur in quo totum continetur, unde mundus iudicetur. Eða: „Þá verður lögð fram skrifuð bók sem hefur að geyma allt það sem heim­ urinn er dæmdur eftir“. Hér er vitanlega átt við Lífsins Bók, en hún á aldrei á neinni hættu að glatast og mun að sjálf­ sögðu gegna sínu hlutverki. En við getum líka heimfært orðin upp á mann­ lífið, og þá kemur annað í ljós. Til að dæma heiminn hverju sinni, til að skilja hann, vega og meta, þarf bóklega menntun, bækur sem hafa að geyma forn spjöll, speki og hugsun, og þær eru forgengilegar. Það er geigvænlegt að hugsa til þess ef þær glatast. Það má aldrei verða. Úlfhildur Dagsdóttir Dularfulla húsið og myrkrið í mannssálinni Hildur knútsdóttir: Ljónið. Jpv útgáfa, 2018. 410 bls. Það barst hár dynkur innan úr skápnum. Þær hrukku báðar við. Þegar Elísabet opnaði skápdyrnar lá græni ullarkjóllinn á gólfinu. „Oh, þetta er alltaf að gerast,“ sagði Elísabet um leið og hún beygði sig niður til að hengja kjólinn upp aftur. „Ég get svo svarið að það er bara eitthvað að herðatrjánum. Eða það er draugur í þessum skáp.“ (226)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.