Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 139

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 139
U m S a g n i r U m B æ k U r 139 Það er sannarlega ýmislegt á reiki í skáldsögu Hildar Knútsdóttur, Ljóninu. Bókin er ætluð ungmennum, en eins og með svo margar góðar ungmennabækur þá er hún ekki síður skemmtileg fyrir þá sem eru ekki endilega sérstaklega mikil ungmenni. Ég veit um þrjá ættliði sem hafa lesið söguna með ánægju, en sú yngsta er einmitt í fyrsta bekk í mennta­ skóla. Sagan hefst á því að Kría er nýflutt frá Akureyri til Reykjavíkur eftir atburði sem ekki skýrast fyrr en á líður. Henni líður illa og hún kvíðir fyrir að byrja í nýjum skóla, það er greinilegt að slæmar minningar tengjast skólanum á einhvern hátt. Strax á fyrstu síðu kemur vel fram hvernig Hildur heldur góðu jafnvægi í textanum og tekst vel að fanga talsmáta og hugsanir unglinga, án þess að tala niður til þeirra: Birtan úti var í öfugu hlutfalli við myrkr­ ið í sálinni. Því verr sem Kríu hafði liðið í sumar því skærar hafði sólin skinið. […] Myrkrið í sálinni. Það var svo glatað að það var eiginlega ekki hægt að tala um þetta án þess að hljóma eins og fáviti. (5) Fyrsta daginn sem hún fer í skólann þarf Kría verulega að taka sig á og minna „sig á að stundum voru það litlu sigrarnir sem skiptu máli“ (6). Í lýsingu á innri baráttu stúlkunnar dúkkar upp tilvísun í íslenskar bókmenntir, en víða í sögunni má finna skemmtilegar útfærsl­ ur á samtali við bókmenntir og menn­ ingu, eins og hefð er fyrir í furðusögum. Höfuðið var líka þungt. Það var átak að rétta úr hnakkanum, að horfa fram. Höfuð konunnar. Það var uppáhalds­ ljóð mömmu hennar. Hún reyndi að rifja upp ljóðlínurnar þar sem hún gekk yfir Skólabrú og í átt að Dómkirkjunni. (5) Þetta er fyrsti skóladagurinn og Kría er hrædd um að allir hafi heyrt af því sem gerst hafði á Akureyri og líður eins og allir séu að horfa á sig og tala um sig. Hér er í raun afskaplega eðlileg lýsing á fyrsta skóladegi nemanda sem kemur einn, annarsstaðar frá, og ætti því að vera kunnugleg tilfinning fyrir marga nýnema. Leyndardómurinn gefur sög­ unni hinsvegar strax auka slagkraft og kveikir áhuga hjá lesendum á að vita meira. Þegar heim er komið vilja foreldrarn­ ir vita hvernig var, en tala samt greini­ lega varlega við stúlkuna. Þau búa í Þingholtunum og í kjallaranum býr amma Kríu, Gerða. Hún er ekki þessi dæmigerða alltumvefjandi amma, held­ ur frekar þurrleg og praktísk kona, þó vissulega sinni hún Kríu vel. Gerða amma á eftir að leika lykilhlutverk í sögunni, sérstaklega eftir því sem leynd­ ardómarnir byrja að hlaðast upp. Fyrsta daginn í skólanum kynnist Kría fólki, næstum gegn eigin vilja, en þó: Kría sat kyrr. Hún vissi ekki hvað hún átti að gera. Hún var búin að kvíða þessum hluta, þegar það væri engin dag­ skrá, ekkert sem hún átti að vera að gera. Þurfti hún virkilega að fara og tala við fólk? Hún var alveg dottin úr æfingu. (14) Aftur eru þetta kunnuglegar tilfinning­ ar þeirra sem eru að byrja í nýjum skóla og sömuleiðis er það afskaplega eðlilegt að annar spánnýr komi til bjargar, strákur frá Svíþjóð sem byrjar að tala við Kríu. Og svo rúlla hlutirnir áfram eins og þeir eiga það til að gera, félags­ málafrömuður bekkjarins minnir alla á að ganga í Facebook­hóp til að fylgjast með því sem er að gerast og gefur sig sérstaklega að Kríu til að ítreka þetta. Kría er auðvitað ekki á Facebook eftir áfallið á Akureyri og þarf nú að taka erfiða ákvörðun, en henni líkar vel við stúlkuna og drífur í þessu. Þegar hún segir svo Gerðu frá þessari nýju „vin­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.