Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 139
U m S a g n i r U m B æ k U r
139
Það er sannarlega ýmislegt á reiki í
skáldsögu Hildar Knútsdóttur, Ljóninu.
Bókin er ætluð ungmennum, en eins og
með svo margar góðar ungmennabækur
þá er hún ekki síður skemmtileg fyrir þá
sem eru ekki endilega sérstaklega mikil
ungmenni. Ég veit um þrjá ættliði sem
hafa lesið söguna með ánægju, en sú
yngsta er einmitt í fyrsta bekk í mennta
skóla.
Sagan hefst á því að Kría er nýflutt
frá Akureyri til Reykjavíkur eftir
atburði sem ekki skýrast fyrr en á líður.
Henni líður illa og hún kvíðir fyrir að
byrja í nýjum skóla, það er greinilegt að
slæmar minningar tengjast skólanum á
einhvern hátt. Strax á fyrstu síðu kemur
vel fram hvernig Hildur heldur góðu
jafnvægi í textanum og tekst vel að
fanga talsmáta og hugsanir unglinga, án
þess að tala niður til þeirra:
Birtan úti var í öfugu hlutfalli við myrkr
ið í sálinni. Því verr sem Kríu hafði liðið í
sumar því skærar hafði sólin skinið. […]
Myrkrið í sálinni. Það var svo glatað að
það var eiginlega ekki hægt að tala um
þetta án þess að hljóma eins og fáviti. (5)
Fyrsta daginn sem hún fer í skólann
þarf Kría verulega að taka sig á og
minna „sig á að stundum voru það litlu
sigrarnir sem skiptu máli“ (6). Í lýsingu
á innri baráttu stúlkunnar dúkkar upp
tilvísun í íslenskar bókmenntir, en víða í
sögunni má finna skemmtilegar útfærsl
ur á samtali við bókmenntir og menn
ingu, eins og hefð er fyrir í furðusögum.
Höfuðið var líka þungt. Það var átak
að rétta úr hnakkanum, að horfa fram.
Höfuð konunnar. Það var uppáhalds
ljóð mömmu hennar. Hún reyndi að rifja
upp ljóðlínurnar þar sem hún gekk yfir
Skólabrú og í átt að Dómkirkjunni. (5)
Þetta er fyrsti skóladagurinn og Kría er
hrædd um að allir hafi heyrt af því sem
gerst hafði á Akureyri og líður eins og
allir séu að horfa á sig og tala um sig.
Hér er í raun afskaplega eðlileg lýsing á
fyrsta skóladegi nemanda sem kemur
einn, annarsstaðar frá, og ætti því að
vera kunnugleg tilfinning fyrir marga
nýnema. Leyndardómurinn gefur sög
unni hinsvegar strax auka slagkraft og
kveikir áhuga hjá lesendum á að vita
meira.
Þegar heim er komið vilja foreldrarn
ir vita hvernig var, en tala samt greini
lega varlega við stúlkuna. Þau búa í
Þingholtunum og í kjallaranum býr
amma Kríu, Gerða. Hún er ekki þessi
dæmigerða alltumvefjandi amma, held
ur frekar þurrleg og praktísk kona, þó
vissulega sinni hún Kríu vel. Gerða
amma á eftir að leika lykilhlutverk í
sögunni, sérstaklega eftir því sem leynd
ardómarnir byrja að hlaðast upp.
Fyrsta daginn í skólanum kynnist Kría
fólki, næstum gegn eigin vilja, en þó:
Kría sat kyrr. Hún vissi ekki hvað hún
átti að gera. Hún var búin að kvíða
þessum hluta, þegar það væri engin dag
skrá, ekkert sem hún átti að vera að gera.
Þurfti hún virkilega að fara og tala við
fólk? Hún var alveg dottin úr æfingu. (14)
Aftur eru þetta kunnuglegar tilfinning
ar þeirra sem eru að byrja í nýjum skóla
og sömuleiðis er það afskaplega eðlilegt
að annar spánnýr komi til bjargar,
strákur frá Svíþjóð sem byrjar að tala
við Kríu. Og svo rúlla hlutirnir áfram
eins og þeir eiga það til að gera, félags
málafrömuður bekkjarins minnir alla á
að ganga í Facebookhóp til að fylgjast
með því sem er að gerast og gefur sig
sérstaklega að Kríu til að ítreka þetta.
Kría er auðvitað ekki á Facebook eftir
áfallið á Akureyri og þarf nú að taka
erfiða ákvörðun, en henni líkar vel við
stúlkuna og drífur í þessu. Þegar hún
segir svo Gerðu frá þessari nýju „vin