Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 140

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 140
U m S a g n i r U m B æ k U r 140 konu“ sinni verða viðbrögðin önnur en hún bjóst við. Nafn stúlkunnar minnir Kríu á persónu úr bók eftir Laxness, hún heitir Elísabet Snæhólm Thorsten­ sen. Amman bregst undarlega við nafn­ inu og starir á Kríu : „Var þetta … ótti sem skein úr augunum?“ (21) Og þar með byrja leyndardómarnir að hlaðast upp. Kría og Elísabet verða vinkonur og í leiðinni vingast Kría líka við vinkonur Elísabetar, Úlfhildi og Snæfríði. Stelpurnar tala um stráka og eru spenntastar fyrir þeim sem eru aðeins eldri: „Eru sem sagt allir sætustu strákarnir í 6. bekk?“ spurði Kría. „Auðvitað!“ sagði Elísabet. „Það eru reyndar nokkrir í fimmta bekk líka,“ bætti hún við hugsi. „En ekki jafn sætir.“ „Nema Fjölnir,“ skaut Úlfhildur inn í. „Já, nema Fjölnir,“ samþykkti Elísabet. „Hann er fáránlega sætur. En yfirleitt eru þeir miklu sætari í 6. bekk. En það er auðveldara að ná sér í fimmtabekking. En alls ekki púkka upp á neinn sem er jafngamall okkur. Það er algjört no no.“ Kría kinkaði kolli og hét því innra með sér að sama hvað annað hún gerði í lífinu myndi hún ekki ná sér í strák sem væri jafngamall henni. Hún áttaði sig reyndar ekki alveg á því hvað stelpurnar áttu við með „að ná sér í“, hvort það þýddi að kyssa einhvern eða byrja saman, en það var aukaatriði sem hún lagði ekki alveg í að spyrja út í á þessu stigi málsins og afhjúpa um leið fákunnáttu sína. (42–43) Það skemmtilega við þessi samtöl er að þarna eru stelpur að tala um stráka og taka sjálfar virka afstöðu til þeirra og samskipta við þá. Samtöl eins og þessi um „að ná sér í“ hafa yfirleitt þótt til­ heyra strákum frekar en stelpum. Hildi tekst þó algerlega að gera þennan kynja­ viðsnúning átakalaust og án tilgerðar og það sama á við um samskiptin við strákana sem fylgja í kjölfarið. Eins og gengur koma svo upp átök um heitustu strákana, með tilheyrandi usla í vinahópnum. Kría hittir strák sem er skotinn í henni og þau fara að vera saman. En þó að hún sé skotin í honum er hún uppteknari af öðrum sem hún hitti bara einu sinni og örstutt í partýi í húsi Elísabetar en er ekki í skólanum og virðist dúkka upp og hverfa óvænt og algerlega óskiljanlega. Þessi piltur er afar dularfullur og nokkuð ljóst að hann er ekki allur þar sem hann er séður. Hann var hávaxinn og fölur, með dökk augu og kolsvart hár. Hann var klæddur í svartar buxur, hvíta skyrtu og svartan jakka. Eins og hann væri nýkominn úr jarðarför en hefði bara losað sig við bindið. Hann leit út fyrir að vera á aldur við hana en hann var eldri. Hún var viss um það. „Loksins,“ sagði hann. Rödd hans var lág og mjúk. Varla meira en hvísl. Samt heyrði hún hana vel, þrátt fyrir háværa tónlistina uppi. „Loksins?“ spurði Kría. „Ég er búinn að vera að bíða eftir þér.“ „Eftir mér?“ Hann kinkaði kolli. (107–108) Þau ganga út og hann bendir Kríu á stjörnubjartan himin og talar um aðra heima: „Viltu sjá aðra heima?“ (112). Hún spyr hann að nafni og eftir nokk­ urt hik segist hann heita Davíð. Hann segist hafa verið að bíða lengi eftir henni og þegar hún spyr nánar segir hann tímann vera afstæðan. Þegar Kría spyr hann meira út í hver hann sé hallar hann undir flatt: „Eitthvað við hreyf­ inguna minnti Kríu á fugl. Svo brosti hann og í andartak sá hún blika á hvass­ ar tennur fyrir innan varirnar“ (113). Og þó að hann fari inn í húsið með henni þá finnur hún hann ekki aftur. Hluti leyndardómanna í sögunni snýr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.