Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 142

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Side 142
U m S a g n i r U m B æ k U r 142 Þannig er Ljónið öðrum þræði saga Reykjavíkur þriggja kynslóða, og þessi ferð í tíma er bæði áhugaverð og öflug, ekki síst í ljósi hinna dularfullu atburða sem tengja tímaskeiðin saman. Þessi sögulega tenging birtist einstaklega vel á kápu bókarinnar, sem er málverk eftir Þránd Þórarinsson. Sú stemning sem hann kallar fram í myndum sínum á sérdeilis vel við Ljónið, bæði hvað varð­ ar tilvísanir til marglaga sögu og tíma og svo hina alltumvefjandi dulúð og óhugnað sem einkennir verk hans. Allt er þetta afar vel gert og lýsingar á samskiptum, tökin á tungumálinu og innsýnin í heim unglinga er afar vel unnið og iðulega bráðskemmtilegt, enda tekst höfundi sérdeilis vel að halda jafn­ vægi milli drama og húmors. Skólastarf­ ið í MR fær sinn skammt, eins og til dæmis stafsetningarprófin: „… hin geysihaglega geit. Punktur.“ Þórður íslenskukennari leit upp og brosti. Geysihagleg. Geisihagleg? Geysi hagleg? Eða geisi hagleg? Kría vissi það ekki. Hún velti fyrir sér hvar MR hefði eiginlega grafið upp textann í stafsetningarstílana. Kannski höfðu landnámsmennirnir komið með þá með sér frá Noregi. (82) Það er líka ánægjulegt að lesa um venju­ lega unglinga, krakka sem eru bara að reyna sitt besta til að lifa lífinu og finna út úr því hvernig heimurinn virkar, með tilheyrandi tilfinningauppnámi, átökum og vonbrigðum, en líka vináttu, gleði og margvíslegum uppgötvunum. Persónu­ sköpunin er góð og ég hafði sérlega gaman af ömmu Gerðu, sem á sín eigin leyndarmál, en vegna þeirra halda for­ eldrar Kríu að hún sé komin með elli­ glöp. Furðusögur hafa blessunarlega verið að styrkja stöðu sína í íslenskum bók­ menntum, meðal annars með fyrri bókum Hildar Knútsdóttur. Ljónið er af þeirri tegund fantasíu sem hefur báða fætur í hversdagslegum raunveruleika sem blandast atburðum sem ekki er hægt að skilja á röklegan hátt. Höfundur hefur sérlega góð tök á þessu formi, hversdagsleikinn er mikilvægur grunn­ ur til að hinir óvenjulegu atburðir verði áhrifaríkir, án þess þó að taka yfir, eða taka á sig ofur­táknrænt form. Vissulega getur furðusagan verið mikilvægt tæki dæmisögu, en hættan er of oft sú að sagan sjálf, og furðurnar, drukkni í boð­ skapnum. Þetta á ekki við í Ljóninu, þar er markviss stígandi í verkinu og vaxandi óhugnaður, eins og kemur fram strax í fyrstu köflum sögunnar, og Hildur skiptir áreynslulaust á milli hins dular­ fulla og óskýranlega og þeirra hvers­ dagslegu flækja sem einkenna líf ungl­ inga. Vísað er til þjóðsagna, sérstaklega er þó draugagangur fyrirferðarmikill, enda er hið klassíska fyrirbæri drauga­ sögunnar, draugahúsið – fullt af dular­ fullum afkimum og skápum – fyrir miðju leyndardómsins. Líklega eru fleiri þjóðsagnaverur á vappi, en það er ekki óhætt að segja meira til um það, enda er Ljónið fyrsta saga í þríleik. Og ég er strax byrjuð að bíða spennt eftir næstu bók.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.