Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Qupperneq 142
U m S a g n i r U m B æ k U r
142
Þannig er Ljónið öðrum þræði saga
Reykjavíkur þriggja kynslóða, og þessi
ferð í tíma er bæði áhugaverð og öflug,
ekki síst í ljósi hinna dularfullu atburða
sem tengja tímaskeiðin saman. Þessi
sögulega tenging birtist einstaklega vel á
kápu bókarinnar, sem er málverk eftir
Þránd Þórarinsson. Sú stemning sem
hann kallar fram í myndum sínum á
sérdeilis vel við Ljónið, bæði hvað varð
ar tilvísanir til marglaga sögu og tíma
og svo hina alltumvefjandi dulúð og
óhugnað sem einkennir verk hans.
Allt er þetta afar vel gert og lýsingar á
samskiptum, tökin á tungumálinu og
innsýnin í heim unglinga er afar vel
unnið og iðulega bráðskemmtilegt, enda
tekst höfundi sérdeilis vel að halda jafn
vægi milli drama og húmors. Skólastarf
ið í MR fær sinn skammt, eins og til
dæmis stafsetningarprófin:
„… hin geysihaglega geit. Punktur.“
Þórður íslenskukennari leit upp og
brosti.
Geysihagleg. Geisihagleg? Geysi hagleg?
Eða geisi hagleg? Kría vissi það ekki. Hún
velti fyrir sér hvar MR hefði eiginlega
grafið upp textann í stafsetningarstílana.
Kannski höfðu landnámsmennirnir komið
með þá með sér frá Noregi. (82)
Það er líka ánægjulegt að lesa um venju
lega unglinga, krakka sem eru bara að
reyna sitt besta til að lifa lífinu og finna
út úr því hvernig heimurinn virkar, með
tilheyrandi tilfinningauppnámi, átökum
og vonbrigðum, en líka vináttu, gleði og
margvíslegum uppgötvunum. Persónu
sköpunin er góð og ég hafði sérlega
gaman af ömmu Gerðu, sem á sín eigin
leyndarmál, en vegna þeirra halda for
eldrar Kríu að hún sé komin með elli
glöp.
Furðusögur hafa blessunarlega verið
að styrkja stöðu sína í íslenskum bók
menntum, meðal annars með fyrri
bókum Hildar Knútsdóttur. Ljónið er af
þeirri tegund fantasíu sem hefur báða
fætur í hversdagslegum raunveruleika
sem blandast atburðum sem ekki er
hægt að skilja á röklegan hátt. Höfundur
hefur sérlega góð tök á þessu formi,
hversdagsleikinn er mikilvægur grunn
ur til að hinir óvenjulegu atburðir verði
áhrifaríkir, án þess þó að taka yfir, eða
taka á sig ofurtáknrænt form. Vissulega
getur furðusagan verið mikilvægt tæki
dæmisögu, en hættan er of oft sú að
sagan sjálf, og furðurnar, drukkni í boð
skapnum.
Þetta á ekki við í Ljóninu, þar er
markviss stígandi í verkinu og vaxandi
óhugnaður, eins og kemur fram strax í
fyrstu köflum sögunnar, og Hildur
skiptir áreynslulaust á milli hins dular
fulla og óskýranlega og þeirra hvers
dagslegu flækja sem einkenna líf ungl
inga. Vísað er til þjóðsagna, sérstaklega
er þó draugagangur fyrirferðarmikill,
enda er hið klassíska fyrirbæri drauga
sögunnar, draugahúsið – fullt af dular
fullum afkimum og skápum – fyrir
miðju leyndardómsins. Líklega eru fleiri
þjóðsagnaverur á vappi, en það er ekki
óhætt að segja meira til um það, enda er
Ljónið fyrsta saga í þríleik. Og ég er
strax byrjuð að bíða spennt eftir næstu
bók.