Ófeigur - 15.07.1947, Qupperneq 2
2
ÓFEIGUR
kommúnisminn er undirstöðuböl samtíðarinnar. Vegna
kommúnismans vofir ný heimsstyrjöld yfir öllum þjóð-
um veraldar. Vegna byltingarstefnunnar er atvinnulíf
íslands á glötunarbarmi, stríðsgróðinn þrotinn og þjóð-
in búin að taka skyndilán til að kaupa lífsnauðsynjar,
í stað þess að íslendingar áttu að eiga innstæður erlend-
is um mörg næstu ár. Hið mikla verkefni íslenzkra borg-
ara verður, eins og nú er komið, að byrja nýja stjórnar-
hætti og lífsvenjur, þar sem iðjusemi, elja og hófsemi
taka við stjórntaumum af fjárbralli, vinnusvikum,
óhófseyðslu og undirlægjuhætti við myrkravald Austur-
landa.
n.
Þegar Eysteinn Jónsson varð ráðherra 1934, var hann
heppinn að fá að glíma við kreppu. Gáfnalag hans og
eðli naut sín vel í þröngum umbúðum. Það þurfti að
spara, og til þess var hann fús. Að því leyti, sem hug-
sjónir áttu við, kom af þeirri vöru nægilega mikið frá
stofnendum flokksins. Á þeim árum neitaði Eysteinn um
innflutning á gleri, af tilteknum gæðum, í hina nýju
Akureyrarkirkju. Með því gat hann sparað 1000 kr.
Eysteinn vann sér þá álit fyrir aðgætni í fjármálum.
Nú er hann líka í þessum efnum gerbreyttur maður.
Hann keppir við Brynjólf um hóflausa og óskynsam-
lega eyðslu. Hann lætur gegndarlaust sukk halda áfram
á flugvöllunum. Hann vill setja 30—40 menn í ríkis-
embætti við leikment í Reykjavík, þó að landið hafi ekki
efni á að kaupa við í stóla og þiljur í húsið. Brynjólfur
eyddi, af því að hann vildi setja landið á höfuðið. En
borgaralegu flokkarnir þurfa að hafa gagnólík viðhorf.
Ef Eysteinn verður líkur bolsevíkum um óhófseyðslu,
verður honum að litlu gagni, þótt hann hafi nú á yfir-
borðinu skilið við óvini lands og þjóðar, um stundar-
sakir.
III.
Þingsetan í vetur var mjög framlengd vegna tveggja
frumvarpa. Annað var um eignakönnun, en hitt var
„Stórráðið". Bæði málin voru runnin undan rifjum
kommúnista og hálfkunningja þeirra í borgaraflokkun-
um. Málin velktust lengi í þinginu og hjá stjórninni.
Þegar til átti að taka, höfðu ríku mennirnir komið laus-
um aurum til annara landa eða í fasteignir, þar sem
dýrtíðin huldi gróðann. Hins vegar átti hið langa um-