Ófeigur - 15.07.1947, Blaðsíða 5

Ófeigur - 15.07.1947, Blaðsíða 5
ÓFEIGUR 5 árskaup en 50 þús. kr. á mann. Með tekjum sínum frá Búnaðarbankanum ætti Hermann að geta nálgazt hundrað þús. kr. í árslaun. Er að þessu leyti vel séð fyrir málefnum Framsóknar. V. Þegar Búnaðarfélagið og Sís afréðu að beitast fyrir landbúnaðarsýningu í vor, þótti það áhættusamt fyrir- tæki og mikill vandi um forstöðumann. Voru tilnefndir ýmsir af trúnaðarmönnum bænda, svo sem Sverrir í Hvammi, Páll Zóphóníasson, ritstjóri Freys og Daniel Ágústínusson, en enginn þeirra þótti vaxinn vandanum. Þá bað Jón Hannesson í Deildartungu að sýna sér litla svarta listann, því að þar væri mannval gott. Ekki leit Jón á tvo efstu menn listans, okkur Helga Lárusson, en nokkru neðar, en í bezta flokki þó, var Kristjón Kristjónson starfsmaður í Sís og náfrændi Bjama Bjarnasonar á Laugarvatni. Til hans var nú leitað um forstöðuna, og mun stjórn Búnfél. Isl. sjaldan hafa verið heppnari í mannvali. Kristjóni tókst að skapa trú á fyrir- tækið og velvild til þess, og var hvort tveggja nokkuð erfitt í fyrstu. Varð um sýninguna mikil og góð sam- vinna manna úr öllum flokkum og stéttum undir for- ustu, sem mjög er dáð og mest af þeim, sem bezta hafa dómgreindina. Nærri lá, að verkfall bolsevika stöðvaði sýninguna, en Kristjóni varð það að láni, að Sigurður Guðnason bjó eitt sinn austur í Tungum, og eru enn í honum mjóar taugar til sveitamennskunnar. Lokaði hann öðru auganu fyrir því, að Kristjón fékk allmikla hjálp við undirbúning verksins. Sýningin hefur vakið mikla og virðulega eftirtekt á starfi sveitafólksins. VI. Sveitaskólarnir, bæði héraðs og húsmæðraskólar, fengu í vetur fyrstu reynslu af skólalöggjöf bolsevika frá í fyrra. Eiga sveitirnar nú að taka á sig þungar byrðar sökum viðhalds og kennslu. Á Laugum voru þrír kennarar launalausir, af því að héraðið átti allt í einu að borga mikil kennararlaun, en hafði engar tekjur til þess. Auk þess átti sýslan að taka að sér viðhald bygg- inga og mannvirkja á skólastöðunum að verulegu leyti. Hin nýju útgjöld Suðurþingeyinga, sökum þessarar lög- gjafar við skólana á Laugum, mundi gleypa allan sýslu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.