Ófeigur - 15.07.1947, Qupperneq 9

Ófeigur - 15.07.1947, Qupperneq 9
ÓFEIGUR 9 Sumarhúsum, þegar Bjartur hafði afráðið að slátra kúnni. Á heimleiðinni ræddu frúrnar um, að mjög hefði þeim brugðizt vonir um þá paradís, sem þær höfðu ætl- að að sjá. VIII. Eigendum Laxness-búsins var nú mjög í hug að selja Reykjavík sitt góða fyrirtæki og það sem allra fyrst. Tókst að koma málinu gegnum fyrri umræðu í bæjar- stjórn. Átti Helgi Guðmundsson góðan þátt í framgangi málsins, því að honum þótti bærinn betri skuldunautur en hlutafélag læknanna. En þegar hér var komið, höfðu borgarar bæjarins komizt að þeirri niðurstöðu, að út- svörin væru nógu há, þó að byrði Laxness-búsins bættist ekki við það, sem fyrir var. Tók röskur borgarbúi myndasmið með sér að Laxnesi og birti í Vísi greinar og myndir af fyrirtækinu. Síðan hefur málið ekki komið á dagskrá í bæjarstjórn, og er ekki búizt við, að þess verði þar framar getið. Saga þess á þó að lifa í annálum landsins. Kiljan og aðrir þjóðnýtingarmenn geta lært af því gagnlega búfræði. Allir draumar þeirra um að koma bændastéttinni fyrir kattarnef eru óráðsórar fáfróðra og vanþroska manna. Búvara verður aldrei framleidd af mjölhúsleiðtogum með ríkis- eða bæjarrekstri. Mbl.- menn hafa vanrækt að hafa þjóðnýtingarfjós á Korp- úlfsstöðum, af því þeir vita, að tekjuhallinn og sleifar- lagið yrði ægilegra en nokkuð, sem þeir hafa annars sýnt bænum. Mjólkurframleiðsla verður að vera heim- ilisiðja, af því að eigendur gripanna verða að unna þeim, eins og Kiljan segir vel og greindarlega frá um konu Bjarts í Sumarhúsum. Islenzk búvara er að gæðum í nákvæmu hlutfalli við það, hvað eigendum og heimilis- fólki þykir vænt um gripina og hvað menn eru fúsir til að hlúa og hlynna að þeim án þess að líta á klukk- una og spyrja um eftirvinnutaxtann. Ösigur Kiljans og læknanna 20 í mjólkurmálum sínum stafar af því, að þeir hafa ætlað að láta vélar og sálarlausa vinnu koma í stað umhyggju eigenda, sem unna bústofni sínum og njóta gleði við heimilisiðju sína og dagleg störf. IX. Báðir menntaskólarnir komu nokkuð við sögu á þing- inu, og varð veraldlegt gengi þeirra og hlutskipti all-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.