Ófeigur - 15.07.1947, Page 20
20
ÓFEIGUK
arfarslegri eymd, sem fram er látin fara í Kaldaðar-
nesi, má á hæfilegum tíma útrýma siðlausri vínnautn
á Islandi, eins og tveim öðrum hættulegum sjúkdóm-
um, holdsveiki og berklum, sem eru nú að hverfa und-
an skipulegri sókn, lækningum og sjúkrahúsvist. Að
öllu forfallalausu mun ég á þingi í vetur sannprófa,
hvort enn er Kaldaðarnessbragur á viðhorfi alþingis í
málinu. Ef alþingi sefur eins og hingað til er það af því,
að þjóðin vill leyfa áfengiseitruninni að leika lausum
liala í landinu og draga mátt og manndóm úr ungu kyn-
slóðinni.
Eiga konur að njóta minni réttar en karlmenn?
I fyrra bar ég fram á alþingi tillögu, í þá átt, að „frú“
skyldi vera ávarpsheiti allra kvenna. „Herra“ er sams-
konar heiti karla. Jón forseti Pálmason bjargaði mál-
inu með snarræði gegnum atkvæðagreiðslu, því að all-
margir þingmenn skildu ekki þetta réttlætismál og vildu
granda því. Samþykkt tillögunnar gerði að vísu hug-
mynd þessa ekki að lagabókstaf en greiddi fyrir venju-
myndun. Er nú þegar fenginn sýnilegur árangur. For-
setinn, biskupinn og allir aðrir karlmenn á íslandi, bæði
ríkis og óríkir, kallast herrar. Áður hét gift tilhalds-
kona í kaupstað, svo og kona embættismanns eða stór-
bónda í sveit, „frú“. Fátækar konur í bæjum og nálega
allar bandækonur í sveit hétu húsfreyjur. Fallegt heiti
að vísu en orðið annars flokks í mannvirðingum. Ógift
stúlka í bæ hét „fröken“ en í sveit „ungfrú“, eins þó
að hún væri háöldruð. Fátækar stúlkur í sveit voru á
bréfum kallaðar „konan“, „ekkjan“, ,,stúlkan“. Sérstakt
vandamál hefir þótt að ávarpa skriflega stúlku, sem
átt hefur barn utan hjónabands. Hins vegar hefur faðir
barnsins, hvort sem hann er giftur eða ógiftur, rétt
á, sama ávarpi og forsetinn á Bessastöðum eða biskup-
inn jrfir Islandi. Það má furðulegt heita að bolsevíkar
og súfragettur skuli ekki hafa fyrir löngu heimtað fullt
jafnrétti um ávarpsheiti kvenna og og karla, en svo
er ekki. Margar „frúr“ langar ekki sérstaklega mikið
til að umkomulausar stúlkur hafi á bréfum sama titil
eins og þær. Hitt skiptir þó meira máli, að ógifta stúlk-
an getur tæplega á kvennafundi risið upp og óskað eftir
stuðningi kynsystra sinna til að heita „frú“. Ógifta
stúlkan veit, að um leið og hún ber fram þessa jafnréttis-