Ófeigur - 15.07.1947, Blaðsíða 27

Ófeigur - 15.07.1947, Blaðsíða 27
ÓFEIGUR 27 Lögregla og landhelgisvarnir. ísland er varnarlaust land. Ef nýr Jörundur kæmi með fáeina föngulega, vopnaða pilta úr einhverju hafn- arhverfi erlendrar stórborgar, gæti hann tekið landið, engu síður heldur en „kongurinn“, sem kom 1809. Fá- kænir menn treysta á þjóðabandalagið. En máttur þess er ekki meiri en svo, að þegar árásarríki var í þann veginn að gleypa Tyrkland og Grikkland í ofanálag á þá tylft frjálsra og fullvalda ríkja, sem óvætturinn var áður búinn að innbyrða, þá var gagnslaust að heita á Tryggva Lie. Hann gat enga hjálp veitt. Bandaríkin urðu að taka Tyrki og Grikki undir sína vernd. Annars væri frelsi þeirra glatað. Islandi er enginn stuðningur að þjóðabandalaginu. Það er málæfingarklúbbur og ann- að ekki Nálægð Bandaríkjanna, þar á meðal hinir vopn- lausu starfsmenn við flugvöllinn í Keflavík, er eini múr- inn, sem verndar frelsi Islendinga móti erlendum ræn- ingjum. En landsmenn eiga að hafa þann metnað, að geta haldið í skefjum innlendum æsingalýð. Dæmið í fyrra, þegar kommúnistar létu skríl sinn veitast að þeim mönn- um, sem þá voru æðstir starfsmenn landsins og höfuð- staðarins, í því skyni að misþyrma þeim eða svifta þá lífi, mega vera mönnum lengi í minni. Ekki bætti það úr skák, þegar einn af forsprökkum óeirðanna krafðist, að lögreglan léti vera að skerast í leikinn, þar til fenginn væri úrskurður dómsmálaráðherra. Er slíkt atvik eitt af átakanlegustu dæmunum um vanmátt hins íslenzka ríkisvalds. Því að lögreglan beitti ekki táragasinu eftir þessa grátbroslegu fyrirspurn. Mótstaða Framsóknar- manna gegn ríkislögreglufrumvarpi Jóns Magnússonar 1925 stafaði af því, að þar var gengið lengra heldur en borgfriðurinn þoldi. Islendingar myndu aldrei sætta sig við að vinnudeila væri brotin á bak aftur með lög- regluvaldi. En engin þjóð getur haldið frelsi sinu, ef hún leyfir skríl að taka sér í hendur vald Alþingis, land- stjórnarinnar, dómstólanna og lögreglunnar. Það á heldur ekki að vera hægt að líða fáeinum ofsamönnum að hindra fjóra smiði frá að bæta brotinn burðarstreng Ölfusárbrúarinnar en á þeim streng hékk lífsafkoma hálfrar þjóðarinnar heilan vetur. Það skiptir engu, hvort það er skríll úr Sjálfstæðisflokknum, sem ægir Tryggva Þórhallssyni vorið 1931 til að hræða hann frá að vinna móti breyttri kjördæmaskipun eða það er skríll Bryn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.