Ófeigur - 15.07.1947, Page 28

Ófeigur - 15.07.1947, Page 28
28 ÖFEIGUR jólfs og Einars með stuðningi frá Aðalbjörgu, Sigur- bimi dósent og Einari Ólafi Sveinssyni, sem ætlar að hræða Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson, sem trúnað- armenn landsins, frá að gera þjóðinni gagn og sæmd. Ef íslenzkt lýðveldi á að geta blómgast, sem vestrænt þingstjórnarríki, verður það að hafa svo öflugt lögreglu- vald að útilokað sé, að nokkur tegund af skríl ráði, á. sínum grundvelli, fram úr málum þjóðfélagsins. Eftir að herferð sú, er ég hóf, á sínum tíma, gegn njósnara- kerfi innlendra og útlendra landhelgisbrjóta, hafði bor- ið þann árangur, að svikin voru sönnuð og meinsemdin bætt með því að hindra að loftskeytastöðin væri notuð til brotlegra dulmálssendinga, var af hálfu Framsókn- armanna borið fram frumvarp um að gera alla skip- verja á varðskipunum að lögreglumönnum ríkisins. Þá voru þeir undir föstum aga, máttu ekki gera verkföll og gátu starfað með lögreglunni í landi, þegar með þurfti. Menn í Alþýðuflokknum risu gegn þessu frumvarpi. Ef til vill gamall ótti frá tímum Jóns Magnússonar, en þó öllu fremur minningar frá bernskuárum flokksins, þegar sumar athafnir hans í kaupdeilum, voru ekki ætíð í sam- ræmi við landslög. Frv. var svæft illu heilli og nú græða andstæðingar Alþýðuflokksins mest á vanmætti ríkis- valdsins. Næsta skrefið í lögreglumálunum á sjónum, var stigið í fyrrasumar, þegar hraðbátarnir þrír voru sendir úr landi af því, að meðan lögbrjótar vissu af bátunum við ströndina, undir heiðarlegri stjórn, var ómögulegt að eyðileggja landhelgina, hvorki með tog- bátum eða togurum. Síðan þetta gerðist, hafa Finnur Jónsson og Eysteinn Jónsson haft mörg útispjót til að reyna að finna sæmileg gæzluskip í stað hraðbátanna. En þeir finna ekkert, nema stórskip, sem sliga landið, eða báta sem hafa ekki við sökudólgunum. Með sölu hraðbátanna úr landi var alls konar lögbrjótum gefið ,,dömufrí“ í landhelginni. Þegar útlendir skipaeigendur fréttu að búið væri að skila hraðbátunum, af þvi að ís- lenzkir togbátar þyrftu að vera í landhelginni, brostu þeir í kampinn, sem von var, og hugðu gott til glóðar- innar. Nú er komin borgaraleg stjórn. Dómsmálaráðherrann er annar þeirra tveggja trúnaðarmanna þjóðfélagsins, sem kommúnistar ætluðu í haust, sem leið, að kúga til að gera landinu óbætanlega smán og tjón. Landhelgis-

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.