Ófeigur - 15.07.1947, Page 29

Ófeigur - 15.07.1947, Page 29
ÓFEIGUR 29 málaráðherrann er alinn upp í þeim flokki, sem hefur gert meira en allir aðrir flokkar, áður fyrr, til að hér væri örugg og heiðarleg landhelgisvörn. Þess ber að vænta, að þessir tveir menn vinni nú saman að lausn þessa máls. Ríkið þarf að kaupa aftur tvo hraðbáta og beita þeim undandráttarlaust til að verja landhelgina, hverir sem í hlut eiga. Síðan þarf að gera lög um lög- reglu ríkisins, bæði á sjó og landi. Það lið þarf að vera öruggt að gera skyldu sína. Á því mun vera nokkur misbrestur að því er snertir suma af þessum starfs- mönnum landsins, því að við sjálft lá, að félag lögreglu- manna gengi í Alþýðusambandið eftir að sú stofnun var orðin handbendi kommúnista. Bjargaði Erlingur Pálsson landi og þjóð frá þeirri hneisu, að ábyrgðarlausir sendl- ar, erlendra valdhafa, gætu skipað íslenzku lögreglunni að hefja verkfall, þegar kommúnistum kæmi bezt. Takmark lýðveldisins hlýtur að vera það að treysta á hina óumsömdu Monroevernd Bandaríkjanna móti ágangi einræðiskúgara, sem hafa nú lokað hálfa Norð- urálfuna í járnviðjum hins mesta þrældóms. En móti lögbrjótum í landinu sjálfu, eða í landhelginni, á íslenzka ríkið að hafa fullkomið húsbóndavald. Og íslenzka ríkið á að venja þjófa, ræningja og forkólfa götuskríls af því að heimta, að lögreglan verði að fá stjómarráðsúr- .skurð í hvert sinn, sem lögum landsins er framfylgt. Sýnishorn af skáldskap Ólafs í Gróðrarstöðinni. Úr Ijóðunum: „Heima ég uni hjá konu og krökkum, kúnum og ánum, hestum og rökkum“ „Mig vantar ekki efni í vísindi og listir, vit til þess að semja ræðustúf. Við ræðum ekki um það, hvað í allt þetta mig þyrstir. Eg þarf að byggja úr hugmyndum stóran skýjakljúf.“ Úr skáldsögunni: „með ýtmstu einbeitingu viljans, nær hann aftur sam- bandi við þessa óvirku hluti líkamans og knýr þá til istarfa á ný.“

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.