Ófeigur - 15.07.1947, Qupperneq 30

Ófeigur - 15.07.1947, Qupperneq 30
30 ÓFEIGUR Gömul og ný vegamót. Á árunum 1938—39 vann ég að því að fá Alþýðu- flokkinn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn til að starfa saman að stjórn landsins á borgaralegum grundvelli. Þetta tókst. Þjóðstjórn fór með landsstjórnina í þrjú ár. Kommúnistar voru alla þessa stund í vonlausu og þýðingarlitlu andófi. Vorið 1942 hrikti í þjóðstjórninni og lá brátt við slitum. I lok aprílmánaðar ritaði Sjálf- stæðisflokkurinn Framsókn bréf og bauðst til að halda áfram samstjórn, ef Hermann Jónasson hætti við það áform, að knýja fram þingrof og nýjar kosningar þá um vorið. Ef þessu yrði neitað, kváðust Sjálfstæðis- menn fylgja fram stjórnarskrárbreytingu Alþýðuflokks- ins, sem var líka studd af kommúnistum. Hermann sinnti ekki þessu friðarboði. Hugðist, eftir kosningar um haustið, geta myndað „vinstri" stjórn með báðum verk- lýðsflokkunum. Framsóknarmenn voru margbundnir heitum að vinna móti kommúnistum. Ég neitaði að vera með í þessum svikum og stefnuhvörfum. Sá fyrir hinar óhjákvæmilegu afleiðingar. Þær eru nú að koma fram. Síðan 1942 hafa kommúnistar leikið á, og leikið með, alla borgaraflokkana. Þeir hafa stjórnað landinu tví- vegis með hinum bæjaflokkunum. 1 fyrra sinn steyptu þeir landinu í hina ægilegustu dýrtíð. I síðara skiptið tókst þeim að setja fast nálega 600 miljónir króna svo landið er, nú þegar, fyrir þeirra stjórnaráhrif, ger- samlega gjaldeyrislaust. Alla stund, síðan 1942, hafa kommúnistar hænt Hermann að sér með fölskum vin- mælum og heitum um að koma honum til æðstu valda í vinstri stjórn. Þá buðu þeir að hjálpa Framsókn til að klófesta stríðsgróða hinna nýríku og verja mestu af fénu til að rækta landið. Hermann og Steingrímur búnað- armálastjóri lofuðu síðan bændum í Flóanum, vorið 1944, 60 miljónum af þessum vinstri stjórnarfeng. Hins vegar gerðu kommúnistar þá skilyrðislausu kröfu tii Hermanns og Eysteins, að þeir skyldu útiloka stofnend- ur Framsóknar, Tímans, Dags og aðalhjálparmenn Hall- gríms Kristinssonar við eflingu Sambandsins á árunum 1916—22, frá öllum áhrifum í flokknum. Eysteinn, Páll Zóphoníasson og Daníel Ágústínusson voru fengnir til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.