Ófeigur - 15.07.1947, Side 35

Ófeigur - 15.07.1947, Side 35
ÓFEIGUR 35 hafa haldið að eiginlega bæri ekkert á milli flokkanna, nema þrátt foringjanna um völd og hlunnindi. Ef kratar trúa helmingnum af gagnrýni flokksblaða sinna um eðli og innræti kommúnista, ættu þeir að slíta öll frjáls tengsli við söfnuð Stalins hér á landi. Efnamenn í Sjálfstæðisflokknum og kratar máttu vita að kommúnistar ætla þeim nákvæmlega þau örlög, sem leiðtogar soviet-ríkisins hafa útmælt sömu stétt- um og flokkum í Rússlandi. En hvað átti Framsókn að vita um hug þessara bandamanna til bænda? I Rúss- landi hafa forráðamennirnir eytt bændastéttinni með eldi, járni og hungri, unz enginn bóndi var til í öllu landinu. Kommúnistar áttu 1944 frumkvæði að þrenn- um aðgerðum: að eyðileggja sexmanna sáttmálann, svíkja um 8 milljónir á einu ári og koma á veltuskatt- inum, í þeirri mynd að hann gæti, sem mest lamað og helzt eyðilagt samvinnufélög bænda. Kommúnistar höfðu auk þess, haustið 1942, ákveðið að sprengja kaupfélögin og Sambandið til þess, að þau stæðu ekki á verði um eignarétt og einstaklingsframtak. Engin hreyfing hefur nokkurntíma boðað íslenzkum bændum gereyðing stétt- arinnar, nema bolsevisminn. Og þetta höfðu leiðtogar bolsevíka sagt bændum skýrt og afdráttarlaust. Þegar mikill hluti bændastéttarinnar lét samt ginna sig til fylgilags við sína svæsnustu féndur, má segja að lítið leggist fyrir afkomendur þeirrar stéttar, sem ráðið hef- ur þessu landi í þúsund ár, og myndað þá einu menn- ingu, sem ber nafn og einkenni landsins. En nú geta borgaraflokkarnir horft yfir farinn veg, síðan 1942 og séð, að ekki er um að villast: Af er fótur- inn. Vonir þeirra allra hafa brugðist. Þetta er að kenna sérstöku skilningsleysi borgaranna á byltingarstefnunni. Það er jafn fráleitt að líta á rússnesku byltinguna sem „vorúða“ fyrir íslenzkt þjóðlíf, eins og að brígsla Bryn- jólfi og Einari um að þeir villi á sér heimildir. Þeir eru ekkert nema alþjóðlegir ofsatrúarmenn, þeir eiga ekkert föðurland og geta þess vegna ekki svikið land eða þjóð. Þeir eiga eina sjúka hugsjón: Valdatöku lítil- fjörlegra manna, hvarvetna í heiminum. Allir sem vilja einlæglega hjálpa þeim, sem eru lítilfjörlegir, til að sigra hæfari menn, eru ,,vorúðafólk“. Brynjólfur dregur taum Rússa af því að lítilfjörlegt fólk í valdabaráttu margra landa, fær þaðan peninga og ráð. Brynjólfur

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.