Ófeigur - 15.07.1947, Qupperneq 36

Ófeigur - 15.07.1947, Qupperneq 36
36 ÓFEIGUR og hans lið gat alveg eins lotið valdi í Japan, Kína eða frá hinum húðdökka keisara í Abyssiníu. Leiðtogar kommúnista berjast ekki fyrir neinu föðurlandi, heldur fyrir vélrænni sléttun mannlífsins. Og til að ná þessu takmarki telja þeir sér leyfilegt að blekkja, lokka, tál- draga og svíkja alla borgaralega leiknauta. Aðalvopn þeirra er að lofa einstökum mönnum, völdum eða hlunn- indum handa einstakligum eða mannhópum. Við kaup- menn í Reykjavík var fyrirheitið að jafna gúlana á sam- vinnumönnum með veltuskattinum. Hermanni buðu þeir þá tign, sem hann taldi sér einum bera og auk þess fyrirheit um að þurka af kaupmannastéttinni allt, sem af þeim mætti reita í „kjarabætur“ fyrir ,,almúga“. Her- mann hefur sér til afsökunar á dómsdegi að hann hafi trúað gyllingum Brynjólfs og Einars. Sama mun Sveinn í Völundi geta sagt í sambandi við trú hans á kommún- ista 1944. Leiðtogar kommúnista hafa sína hugsjón óbundna við allt, nema valdastreitu þeirra lítilfjörlegu. En meginið af flokki kommúnista lætur hug sinn alls ekki snú- ast um þessa hugsjón, heldur um hátt kaup, stutt- an vinnutíma og lítil afköst. Foringjarnir halda þessu liði saman með því að vísa hverjum liðsmanni á efni annarra. Það er mjög hentug ávísunaraðferð fyrir óábyrga loftkastalasmiði. Það gerir tvennt í senn: Held- ur liði flokksins saman og grefur undan borgaralega þjóðskipulaginu, sem á að fella í rústir. Fullkomnasta herbragð kommúnista var að auka útgerðarkostnaðinn fram úr hófi, gera útgerðina handbendi ríkisvaldsins með því að kaupa Englandsfiskinn með tapi fyrir landið. Bjóða síðan útvegsmönnum stórlega hækkað verð fyrir fiskinn, þó að markaðsverðið væri lækkandi, allt fyrir hönd ríkissjóðs. Ef útvegsmenn þágu boðið, höfðu þeir gefist upp, sem sjálfstæðir framleiðendur. Og þó að Áki væri hættur að vera þingkjörinn ráðherra gat hann,, sem kommúnisti, komið útveginum, sem strandgóssi, á bak ríkissjóðs, en um leið, fengið borgaraflokkana til að fara í hans uppboðsföt og skuldbinda ríkissjóð á einu kvöldi til að taka sér tugmiljóna-ábyrgð, þar sem tapið eitt er öruggt. Með þessum loddaraskap var búið í senn að auka dýrtíðina, lokka eina stærstu atvinnustétt landsins inn á óheilbrigðan ríkisrekstur, koma óáliti á alþingi og óhemju fjárhagstapi á ríkissjóð. Með þessu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.