Ófeigur - 15.07.1947, Blaðsíða 38
.38
ÖFEIGUR
Kommúnistar töldu sig geta. gengið að síldinni og
vitað fyrirfram um aflahlutinn. En í þrjú ár hefur síldin
hundsað allan útbúnað kommúnista og fælist veiði-
tækin. I fyrra, var mikill hluti bátaflotans í hörmu-
legum vandræðum. Nú ér talið að sjóveð fyrir lífsbjörg
um veiðitímann hvíli á tugum báta. Kommúnistar hafa
einbeitt f jármagni landsins að síldveiðum, mestu áhættu-
iðju á landinu. Verksmiðjur Áka hafa starfað fáeina
daga í sumar. Sjómenn eru, margir hverir, nálega
tekjulausir. Enginn vetraratvinna bíður þeirra. Það mun
bíða annarra og framsýnni manna að gera afkomu sjó-
manna tryggari heldur en hún er nú.
En ein er sú stétt, sem kommúnistar hafa þó leikið
harkalegast og það eru bændur. Þegar ég sameinaði
þrjá flokka um landstjórnina 1939 var flokkur sá, þar
sem bændur áttu mest ítök, fjölmennasti flokkur þings-
ins og hafði mest áhrif á þjóðmál. Tíminn hafði þá um
aldar fjórðungs skeið verið mest lesna stjórnmálablað
landsins. Þessa aðstöðu eyðilagði Hermann Jónasson
með ótrúlegri léttúð. Gekk hann þar í gildru kommún-
ista. Sjálfstæðismenn buðu honum vorið 1942 að halda
áfram borgaralegri samstjórn, sem forsætisráðherra, ef
hann félli frá að heimta þingrof. Hermann sinnti ekki
þessum sáttaboðum. Þingrof Hermanns kom. Framsókn
tapaði f jórða hverju þingsæti. Bæjaflokkarnir þrír gerðu
bandalag móti Framsókn. Á sumarþinginu 1942 áttu
bændur engan forseta og engan formann í nefnd. Á
árabilinu 1916—42 hafði mér tekist að halda starfs-
bandalagi milli Framsóknar og eins bæjarflokks og að
síðustu við tvo. Nú hafði Hermann kastað frá sér þeim
skinvöldum, sem aðrir höfðu lagt í hendur honum,
kastað burtu fjórða hluta þingflokksins og gert flokk
sem áður var réttilega mikilsmetinn, að einskonar útlaga
:í löggjafarsamkundunni. Samhliða þessu gerði hann Tím-
ann að umskiptingi sem er nú í jafn litlu áliti eins og
hann var áður virtur.
Brotthlaup Hermanns úr ríkisstjórninni kom af því,
eins og fyrr er að vikið, að kommúnistar höfðu heitið
honum að gera hann að formanni í nýrri stjórn, eftir
að ný stjórnarlög hefðu verið samþykkt. Hermann var
um þetta leyti orðinn mjög afbrýðissamur við Ólaf
Thórs og mun hafa ætlað að láta hann setja ofan með
hjálp bolsevika. Engin önnur ástæða var fyrir skoðana-