Ófeigur - 15.07.1947, Page 56

Ófeigur - 15.07.1947, Page 56
56 ÓFEIGUR £á. Áróður Búnaðarfélagsins bar þann árangur, að á Laugarvatnsfundinum var meiri hluti fyrir því að drepa óháð bændasamtök. Var Guðmundur hrakinn frá fund- arstjórn og sýnd megn ókurteisi. Þótti Jón í Deildar- tungu kunna þar einna minnst mannasiðina. Bjarna á Laugarvatni tókst að fá samkomuna til að samþykkja að næsta vor skyldi, með leynilegri atkvæðagreiðslu, borið undir bændastéttina, hvort hún vildi háð eða óháð bændasamtök. En eftir Laugarvatnsfundinn voru sam- tökin deild í Búnaðarfélaginu. Hin leynilega atkvæða- greiðsla fór svo, að minnstu munaði að óháða stefnan sigraði. Höfðu þó verið reynd flest áróðursmeðul til að villa og svæfa bændur. Leiðtogar Búnaðarféiagsins sáu, að hreyfingu óháðra bænda yrði ekki haldið niðri, nema með lævísi. Var þess vegna kallaður saman bændafund- ur á Hvanneyri í fyrra sumar og að forminu til ógilt allt, sem Búnaðarfélagið hafði áður gert í málinu. Slepti félagið að nafni til bændasamtökunum úr fjötrunum á búnaðarþingi í vetur. En félagsstjórnin ákvað að nota áróðurstækni sína til þess að halda bændasamtökun- um í sömu aðstöðu og móðurlaust barn er hjá grályndri stjúpu. Samt stendur valdaspekulöntum Búnaðarfélags- ins stuggur af löngun bænda eftir frjálsum og gagn- legum stéttarsamtökum. Þess vegna treystu þeir sér ekki til að standa formlega móti því að Selfosshreyfing- in hlyti viðurkenningu í persónu hins síunga bænda- höfðingja á Hofi. Annars óttast valdamenn Búnaðar- félagsins mest komandi krepputíma. Þegar þrengir að bændunum, munu þeir sennilega ekki una til lengdar að vera mállausir og varnarlausir undir hælum allra skipu- lagðra stétta. En aðdragandinn að þakklætinu til Guð- mundar á Hofi sýnir, að stjórn Búnaðarfélagsins er, að því er stefnufestu snertir, á sama stigi og landflótta harðstjóri í Danmörku, sem lét róa með sig 20 ferðir sömu nóttina yfir Litlabelti, af því hann vissi ekki á hvorum bakkanum hann ætti að lenda. Þetta ferðalag Búnaðarfélagsins byrjaði með 8 milljóna gjöfinni, sem tryggði þjóðinni Áka og Brynjólf í tvö ár og endar á opinberu þakklæti forkólfa Búnaðarfélags Islands til manns, sem hinir gjafmildu hafa ofsótt og afflutt, eftir því sem orkan leyfði, undangengin þrjú ár. # # # Menn á svarta listanum eru nú mjög í uppsiglingu.

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.