Ófeigur - 15.07.1947, Page 66

Ófeigur - 15.07.1947, Page 66
66 ÓFEIGUR in hreystiverk í ódauðlegum Ijóðum. Höfðu mörg íslenzk skáld í fornöld mikla atvinnu af þessari iðju. Einn nú- tíma íslendingur hefur fylgt þessum forna sið. Það er aflraunakappi Framsóknar, Hermann Jónasson. Hann hefur á sínum snærum þrjú skáld: Ásmund frá Skúfs- stöðum, Halldór sálmaskáld og Ölaf, þann sem neitar að rækta tré á Akureyri. Er hér um að ræða allálitleg blóm í urtagarði ljóðadísarinnar. Hermann uppgötvaði snemma hæfileika Ásmundar og vildi láta landsjóð heiðra hann á viðeigandi hátt. Síðar unnu þeir Ásmund- ur og Hermann saman að því að sæma Jónas Hallgríms- son með ókeypis ferð að nóttu til heim á æskustöðvar skáldsins. Samvinna Hermanns og Halldórs er lands- kunn frá sálmum, sem hafa verið birtir í Tímanum. Eru þar hæg heimatökin fyrir formann útgáfustjórnar- innar, að taka með skáldinu þátt í vali yrkisefna og jafnvel vera Halldóri innan handar við formið. Hermann náði tangarhaldi á Ólafi í fyrravor og verður ekki ann- að sagt, en að þau kynni hafi haft örvandi áhrif á sálar- líf Ólafs. Áður hafði hann unnið að vísindum í tómstund- um sínum. Hafði hann farið í fótspor Bárðdælinga og Mývetninga um heimahaga þeirra og afrétt, sem bænd- ur í þessum sveitum hafa þekkt í þúsund ár, og taldi sig gera mikla landafundi með skemmtiferðum sínum. Nú hefur Ólafur í vetur gefið út stóra skáldsögu og ljóðabók. I skáldsögunni er viðburðaröðin um afrek manns, sem stal mat, fötum, kindum, hesti, reiðtýgjum og manneskju. Mannlýsingarnar eru lánaðar úr Fjalla Eyvindi, Kapítólu og ensku glæpaleikriti frá 16. öld. Svarti Dónald er hér uppfærður sem hetja á Mývatns- öræfum og við hátíðleg tækifæri er hann látinn mis- brúka hníf, eftir forsögn úr Ríkarði þriðja. I áhrifa- mesta ljóðinu lætur Ólafur giftan mann, í heimþrár- draumum sínum, leggja að jöfnu konu sína, kýrnar og hundana. Ef Ólafur hefði lifað á undan Jónasi Hallgríms- syni og Einari Benediktssyni hefðu þeir haft fordæmi um að flétta efnislega inn í Ferðalok og Stjörnuóðinn háfleyga tilbeiðslu á kúm og kálfum, þannig að þessi gagnlegu húsdýr væru hliðsett ástmeyjum skáldanna. Akureyringar hafa mjög lofsverðan metnað um að standa hvergi að baki höfuðstaðnum. Með því að koma skáldskap Ólafs á framfæri hafa þeir gert sitt til að ekki hallist á við Reykjavík, sem hefir á sinni könnu

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.