Ófeigur - 15.07.1947, Side 67

Ófeigur - 15.07.1947, Side 67
ÓFEIGUR 67 Stein Steinar, Ásmund og Halldór. Flokkslega skiptist þessi skáldaauður þannig að Hermann hefur þrjú hirð- skáld en Brynjólfur Stein Steinar. # # * Þegar þingið kom saman var kjör forseta fyrsta mál- ið. Eftir stærð flokkanna átti Sjálfstæðisflokkurinn að stýra sameinuðu þingi, Framsókn neðri deild og Kratar efri málstofunni. Sjálfstæðismenn vildu endurkjósa Jón á Akri, en Framsókn Jörund, þrautvanan og mjög nafn- kunnan úr forsetastarfi fyrir glöggleik og réttdæmi. Kratar ætluðu að kjósa Guðmund sýslumann í Hafnar- firði, skarpan mann og úrskurðargóðan. En þetta fór á annan veg. Barði Guðmundsson hafði verið forseti í neðri deild í fyrra og var hans frammistaða með þeim hætti, að hann mun hafa þótt standa einna lakast í þeirri stöðu þeirra forseta, sem núlifandi menn muna eftir. Kvað svo ramt að þessu, að kommúnistar sóttu fast að honum fyrir vítaverða framkomu í forsetastól, þó að Barði sé þeim fylgispakastur allra hálfkomma. Þegar Barði vissi, að hann átti að víkja fyrir Jörundi, kom á hann berserksgangur. Hótaði hann Krötum hvers- konar ófamaði, ef hann nyti ekki flokksstuðnings þeirra. Sjálfstæðismenn gerðu ráð fyrir að stuðningsmenn stjórnarinnar stæðu saman um forsetakjör og sýndu í því einhuga. En vegna væringa í blöðum, milli Jóns á Akri og Halldórs sálmaskálds, létu Framsóknarmenn, einkum Páll Z. og Bernharð falla stór orð um, að þeir mundu aldrei sýna Jóni bónda nokkra hollustu. Þegar Barði frétti þetta, biður hann Bernharð mág sinn að bera olíu í þessar sundrungarglæður og verða sér þannig að liði. Sjálfstæðismenn tilkynntu Framsókn, að þeir skyldu kjósa Jörund, ef Framsókn kysi Jón. Reyndi Eysteinn að bjarga samheldni stjórnarinnar og lítils- háttar sæmd til handa flokknum með því að tryggja kjör Jörundar. Pétur Ottesen vildi ekki kjósa Jón og var þá auðgefið, að ekki kom að sök, þó að tveir Fram- sóknarmenn hefðu farið aðra leið en flokkurinn. Barði hafði eggjað Bernharð svo, að hann vildi engum sættum taka. Er Bernharð þó hversdagsgæfur svo að mikla brýningu hefur þurft til að leiða hóglátan mann út í þessa villu. Fórst Eysteini forustan svo hörmulega, að hann spilaði sæmd og gagni frá Framsókn og stjórninni. Skiluðu Eysteinn og hans sveit auðu, en Jón náði samt

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.