Ófeigur - 15.08.1951, Side 4

Ófeigur - 15.08.1951, Side 4
4 ÖFEIGUR ræktunina. Nú fyrir skömmu lét Marshall-stofnunin at- huga skilyrði fyrir slíkri lántöku, og er fullvíst, að trúnaðarmaður Vestmanna endurtók fyrri yfirlýsingar um að hér mundi öruggara í framtíðinni að treysta á moldina en sjávargagnið. Má vera, að þessum manni hafi verið kunnugt um, að nokkuð á annað hundrað bátar innlendir sækja mjög fast í landhelgina með ýmiskonar botnvörpur nótt eftir nótt og ár eftir ár. Þar við bætast svo togarar, innlendir og einkum út- lendir, í hundraðatali, sem reyna að sópa fiskimiðin. Slík meðferð á miðunum spáir ekki góðu. * Ef áburðarverksmiðja sú, sem Bandaríkin ætla nú að byggja hér á landi, verður að veruleika, og ef Banda- ríkin leggja auk þess nokkurt fé í ræktun landsins, mætti svo fara, að talsverð stefnubreyting yrði í við- horfi landsmanna til atvinnuskilyrðanna í landinu. Fram að þessu hefur mjög mikið af fjármagni sveitanna streymt að sjávarsíðunni með landnemum úr sveit- inni. Síðan hefur ríkisvaldið gert metin enn ójafnari með því að leggja fé, sem nemur hundruðum milljþna í veiðiskap og síldarverksmiðjur, og starfrækt þær með stöðugu tapi. Samhliða þessu eru fiskimiðin rúin með gegndarlausri rányrkju. Mætti svo fara, að sú kynslóð, sem nú er að vaxa upp í landinu og er vön að heyra talað um landbúnað eins og fyrirbæri frá fyrri öldum, verði áður en kvöldar, framherjar í stórfelldu land- námi, þar sem amerískar vélar þurrka og slétta landið og áburðarverksmiðja, reist að mestu fyrir ameríska fjármuni, hjálpar íslenzkum höndum til að nema og rækta hin víðlendu mýra, móa og sandaflæmi, sem enn eru að mestu óbyggð og til lítilla nota. Sízt er að vanþakka, að ýmsir athafnamenn í ís- lenzkum kaupstöðum gera nú myndarlegar tilraunir með stórfelda ræktun í byggðum landsins og hafa mjög ólík viðfangsefni. Sigurður Ó. Björnsson, prentsmiðju- stjóri, á Akureyri, hefur keypt jörðina Selland, fremst í Fnjóskadal og byggt þar einstaklega fallegt einnar hæð- ar hús, í þeim stíl, sem smekkgóðir menn nota í byggð- um Kaliforníu. Allt í kring um hinn nýja bæ hefur Sigurður plantað birki og barrtré, svo að sá trjástofn

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.