Ófeigur - 15.08.1951, Síða 9
ÖFEIGUR
9
konar móðurskip fyrir kúabú Árnesinga og Rangæ-
inga. Þangað munu bændur, bæði frá stórum og litlum
búum, sækja þann bústofn, sem bezt er að eiga og
rækta.
*
Bjarni Bjarnason á Laugarvatni hefur verið skóla-
stjóri og bóndi á Laugarvatni í rúmlega tuttugu ár.
'Áður stýrði hann einum stærsta barnaskóla landsins,
í Hafnarfirði, og hafði eitthvert mesta fjárbú sunnan-
lands á Straumi, 5 km. sunnan og vestan við Hafnarf jörð.
Laugarvatn hefur í hans stjórnartíð vaxið ört, en þó
hljóðlega. Þar er nú langsamlega stærsti heimavistar-
skóli, sem nokkurntíma hefur verið til hér á landi. Þar
er líka mesta og f jölsóttasta sumargistihús Islendinga.
Fyrir skömmu var þar húsfyllir fastra gesta og 200
tjaldlbúðir um eina helgi. Skólastjórinn hefur myndað"
og mótað þenna skólabæ og þenna gistingar- og hress-
ingarstað. En þar að auki hefur hann staðið fyrir að
koma upp eina skólabúi á landinu, sem ríkið hefur ekk-
ert gert fyrir. Ég held, að túnið á Laugarvatni sé nú
nokkuð á annað hundrað dagsláttur og búsmalinn eftir
því. Þó hefur sauðfjáreign að mestu lagzt niður í bili
vegna fjársýkinnar. En þar er fjöldi nautgripa og
góðra hesta. Að jafnaði er þar ennfremur svína og ali-
fuglarækt. 1 tíð Böðvar bónda Magnússonar var þar
gott, slétt og vel ræktað tún, miðað við þarfir og tækni
þess tíma. En síðan Laugarvatn varð skólasetur, hefur
Bjami teygt túnið yfir grundir, holt, móa og jafnvel
þangað sem kjarrið vitnaði um þrautseigju íslenzka
birkisins í návígi við þúsund ára sauðabeit. Nú er Bjarm
skólastjóri kominn að mýrunum sunnan og neðan við
skólahúsin. Að öllum líkindum fær hann þar gróður-
lendi fyrir svo sem 60 kýr í viðbót við þær, sem fyrir eru.
*
Flestir þeir stórbændur, sem ég hef vikið að í sam-
bandi við nýrækt, hafa verið efnamenn og sumir jafn-
vel mjög ríkir, þegar þeir hófu vélabúskap þann, sem
hér er minnst á. En þessu er ekki til að dreifa með
Laugarvatn. Bjarni Bjarnason kom að hálfbyggðum
skólahúsum, algerðu peningaleysi stofnunarinnar og
áköfum bölbænum fjölmargra helztu áhrifamanna í
landinu. Allt landnám Bjarna skólastjóra á Laugar-