Ófeigur - 15.08.1951, Side 11

Ófeigur - 15.08.1951, Side 11
ÖFEIGUR 11 Ameríku. Þessi maður var Benjamín Eiriksson hag- fræðingur. Það vakti eftirtekt í sambandi við þessa grein að Ólafur Thors skrifar sjaldan um einstaka menn síðan hann helgaði mér fyrir nokkrum árum ýmsa vel valda pistla í Mbl. Nú má segja að hann grípi ekki blek- sverð sitt nema til að mæra afbragðsmenn úr hópi samherjanna, sem flytja sig yfir fyrir hið mikla tjald. Það hlaut að standa alveg sérstaklega á með Benjamín til þess að honum væri veittur svo mikil og fágætur sómi enda voru tilburðir Ólafs í greininni því líkastir þeg- ar stórhöfðingi réttir tignum vini dýrmætt vín í krystall- bikar, sem borinn er fram á silfurbakka. Á yfirborðinu var ekki sýnileg ástæða til svo óvenjulegra aðgerða. Benjamín var kominn af duglegum stofni í Hafnarfirði, án þeirrar aðstöðu sem mikil auðlegð veitir. Hann gekk í Flensborgarskólann eins og Einar Arnórsson, Emil Jónsson og fleiri stórhöfðingjar. Eftir það varð hann stúdent og bolsiviki úr Reykjavíkurskóla. Fór síðan um mörg lönd til að nema hagfræði, þar á meðal í ríki Hitlers, Stalíns og Trumans. Hann var reglusamur og duglegur námsmaður og hafði að síðustu fengið starfa, sem hag- fræðingur við eina af þeim alheimsstofnunum sem Bandaríkin eiga nú svo mikið af. * Þegar Benjamín kom heim í vetur sem leið biðu hans kaldar kveðjur í Þjóðviljanum. Hafði hann langt fram eftir æfi, verið eindreginn bolsiviki og skrifað í anda Brynjólfs harkalegar greinar um fyrirtæki Ólafs Thors og Landsbankann. En við dvöl sína hjá Truman komst Benjamín að sömu niðurstöðu eins og Eysteinn og Her- mann með allt að 8 ára athugun, að bolsivikar væru misyndismenn og fimmtu herdeildarlýður. Auk þess hafði hann gert vináttusamning við borgaralegt mann- félag eins og það gerist í Ameríku og hér á landi. Þjóð- viljinn var ekki í neinum vafa um, að Benjamín hefði ekki aðeins svikið hinn eina og sanna byltngarflokk heldur væri hann einkaútsendingur Marshalls og Tru- mans, sem yfirframfærslustjóri Bandaríkjanna á Is- landi. * Opinber titill Benjamíns var að hann ætti að vera sérstakur ráðunautur ríkisstjórnarinnar í fjár-

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.