Ófeigur - 15.08.1951, Qupperneq 13
ÖFEIGUR
13
að sjá Aðalbjörgu koma árlega að fótstalli hans. í stað
þess vildi hann vera í félagi dauðlegra manna og fá að
lifa sína daga án þeirra dýrkunar, sem honum var boð-
in, en þótti ófært að þiggja.
*
Ein er sú hætta sem persónur í aðstöðu Kristnamurta
mega aldrei lenda í. Það er að bera fram yfirnáttúrlegt
spádómsorð, sem hægt er að hrekja með hversdags-
legum og mannlegum rökum. Yfirburðir hinnar frægu
véfréttar Delfi lágú í hinum hnitmiðuðu, tvíræðu svör-
um. Benjamín gaf út, ásamt með lærðasta hagfræð-
ingi Mbl.manna. hátíðlegan úrskurð um mannlegt mál.
En þessi spádómsorð hafa verið hrakin daglega við
hvert eldhúsúorð í landinu, síðan krónan var felld und-
ir eftirliti og fyrirsögn Benjamíns og Ólafs hagfræðings.
Skýring þeirra var sú að hin gífurlega gengisfelling
mundi ekki þrengja lífskjör almennings í landinu því
að óbeinn hagnaður mundi vega móti þeim lítilf jörlegu
þrengingum, sem leiða mundu af krónufallinu. Nú styn- «
ur þjóðin öll undir afleiðingum gengisfellingarinnar.
Mannfélagsskipið er að liðast í sundur undan afleiðing-
um þessara stórfeldu aðgerða. Þetta vissi hver ólærð-
um maður. Gengisfelling er ekkert annað en lækkun
lífskjara. Enska gengisfailið, sem Stafford Cripps stóð
fyrir var viðurkennt átak til að herða á sultaról ensku
þjóðarinnar, meðan verið var að rétta landið við með
auknum fórnum þegnanna.
Ef Benjamín og stallbróðir hans hefðu ætlað að halda
véfréttargildi sínu, urðu þeir að segja þjóðinni að krónu-
fallið væri skerðing á lífskjÖrum hennar' og að sú skerð-
ing mundi halda áfram lengra og lengra niður að því
sorglega takmarki, þegar krónan yrði verðlaus og allar
eignir þurrkaðar út nema áþreifanlegir nytjahlutir og
náttúrugæði. Vel hefði ennfremur farið á, að Benjamín
hefði játað fyrir hönd lýðræðisleiðtoganna, að þeir hafi
eins og hann, stórlega þrotið af sér við borgara lands-
ins. Þeir hafi eins og hann árum saman trúað á gildi
bolsivismans og falið fimmtuherdeildinni úrslitavöld í
þjóðfélaginu. Kjaraskerðing gengisfallsins og allar henn-
ar afleiðingar séu eingöngu að kenna fáfræði og van-