Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 15

Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 15
ÖFEIGUR 15 stuðning á sömu forsendum og Njáll veitti eyðslu- heimili Hallgerðar, þá má segja, að Ólafur hafi sýnt leikni hins æfða stjórnmálamanns og það á háu stigi þegar hann veitti hinum unga Hafnfirðingi hátíðlegar móttökur um leið og hann sté hér á land. Óþarfi er og jafnvel ranglátt af söfnuði Stalins á fslandi, að anda kalt að Benjamín. Ef hann getur hjálpað til að fá fjármagn frá Bandaríkjunum, sem eyðslueyri hér- lendis þá skín sú nægtasól á boísivika eins og annað fólk í landinu. Jafnframt gerir framfærslustuðningur borgarana máttlitla til að standa á eigin fótum og það er vissulega vatn á hinni austrænu myllu. * Benjamín er nú nýskipaður í nefnd, sem margir ætla að hafi í það verkefnið að skifta þjóðbankanum í minnsta kosti þrjár deildir í þeim tilgangi að seðlaútgáf- an flytjist undir f jármálaráðuneytið. Á undangengnum árum hefir bólað á þeirri skoðun í stjórnarráðinu, að stjórnin eigi að hafa þjóðbankann sem sinn sjóð til dag- legra þarfa. Hafa allar ríkisstjórnir á síðustu árum þverbrotið bankalögin með því að vera langsamlega stærsti skuldunautur þjóðbankans í stað þess að í stofnlögum bankans, sem voru samin undir forystu núverandi forseta þjóðveldisins, var svo til ætlast og fyrir mælt, að ríkisstjórnin gæti ekki fengið þar nema smálán og þau miðuð við tryggingarfé stofnunarinnar. Ef til þess kemur að seðladeildin verði lögð undir ríkis- stjórnina þá er sú ráðstöfun beinlínis miðuð við að undirbúa síðustu daga krónunnar. Þegar ríkisstjórnin tekur seðlaframleiðsluna beinlínis undir sína vernd og umsjá, er stutt þess að bíða, að pappírinn í seðlun- um gerist verðmeiri heldur en áritun þeirra. Hinsvegar má segja, að viss listrænn stígandi sé í fjármálastjórn- inni síðan 1944. Fyrst kom ráðsmennska Einars 01- geirssonar með stríðsgróðann. Næst 80 milljóna skuld erlendis vegna togara Gtefáns Jóhanns. Beðið um mat og vörugjafir frá Bandaríkjunum. Felling krónunnar við sættagerð Ólafs og Hermanns, undir umsjá Benja- míns. Bátagjaldeyrir stjórnarinnar undir handleiðslu Benjamíns og að lokum hinn ráðgerði heimflutningur seðlapressunnar í kjallara ríkisstjórninni. Þetta hafa verið úrræði þeirra stjórnmálaflokka, sem voru nálega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.