Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 18

Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 18
18 ÖFEIGUR mér þessar leiðbeiningar, slitnaði upp úr samstarfi mínu og þeirra. Alþjóð manna veit, að það sem á milli bar var gagnólíkt viðhorf til bolsivismans. Mér var ljóst, og hafði verið það frá því byltingarríkið var stofnsett 1917, að bolsivikar og þingstjórnarmenn gátu ekki sam- einast fremur en austrið og vestrið. Hermann, Ey- steinn, Guðbrandur, Skúli og Vigfús héldu, að unnt væri að mynda stjórnarmeirihluta móti Mbl.mönnum úr Framsókn, krötum og bolsivikum. Þetta var hin lengi umtalaða vinstri stjórn. Allur fjandskapur Hermanns og Eysteins við Ólaf Thors og stallbræður hans byggð- ist á því að óhætt væri að loka samstarfsdyrum í þá átt, því að Hermann gæti um allan aldur setið í forsæti og Eysteinn við kassann, þar sem Mbl.menn biðu með öðrum eiðrofum við eiturstrauma pólitískrar Nástrand- ar. Þessi vinstritrú gaf Eysteini biðlund í nærri 6 ár og Hermanni átta. Til lengstu laga vonaði Vigfús líka að vinstri-stjarnan kæmi með skæru ljósi upp á himin- inn. En nú þegar búið er að stimpla bolsivika sem alls- herjar svikara og fjörbaugsmenn, og liðsoddar Fram- sóknar hafa, eingöngu vegna föðurlandsins, sett sig í kjöltu Mbl.manna, þá vill hinn einlægi vinstrimaður Vigfús láta líta svo út, sem skoðanamunur milli mín og gistivinanna hafi ekki verið út af bolsivikum, held- ur 'vegna mismunandi skoðana á framkomu forsetans á Bessastöðum. Vigfús Guðmundsson er búinn að gleyma því, að um þetta leyti voru bolsivikar að leggja skáld og listamenn undir áróðursveldi sitt og mynduðu kaupkröfufélag úr þessum frumefnum. Tónmenntadeild Jóns Leifs er virkur þáttur í þessu félagi. Sveinn Björnsson forseti misskildi þessa hreyfingu, eins og bóndinn í Hreðavatnsskála. Hann gerðist ,,verndari“ þessa félagsskapar og hafði heimboð fyrir allan söfn- uðinn suður á Bessastöðum. Félagið var þjóðhættulegt skemmdarverk. Það var byggt á þeim skilningi, að listamenn ættu að stríða saman í kaupkröfufélagi á hendur mannfélaginu, og að afrek í bókmenntum og listum séu unnin í samfélagi eins og þegar verka- menn koma sér saman um að auka atvinnu sína með því að takmarka afköstin. Öll stórvirki í listum og bókmenntum eru unnin af einstaklingum, en aldrei af verkfallsfélögum. Auk þess logaði þessi félagsskapur, sem helgaður var af ,,vemd“ og veizluhöldum á Bessa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.