Ófeigur - 15.08.1951, Page 22

Ófeigur - 15.08.1951, Page 22
22 ÓFEIGUR í veizlum og á ferðalögum. Ræða sendiherra var mjög óheppileg. Hann hafði ekki vegna stöðu sinnar rétt til að grípa með þessum hætti inn í stjórnmál þjóðarinnar og í öðru lagi var kenning hans alröng eins og reynslan sýnir. Ef ekki hefði verið hægt að losna við Danakonung sem þjóðhöfðingja þá mundi hafa orðið lítið um dvöl Sveins Björnssonar á Bessastöðum. Það varð að ósanna. hans eigin fræðikenningu til þess, að hann yrði þjóð- höfðingi íslendinga. Þegar Hitler hertók Danmörku lagði ég til, sem for- maður utanríkisnefndar, að Sveinn Björnsson sendi- herra væri kallaður heim til að vera ráðunautur stjórn- arinnar í utanríkismálum. I Khöfn var hann raunveru- lega fangi hinna nýju valdtaka. Hinsvegar hafði hann yfirleitt reynst dyggur og athafnamikill sendimaður landsins um langt skeið. Þótti mér þvílíks manns full þörf hér heima til að vinna við nýfengin vandamál auk þess, sem mér kom þá til hugar, að ef til skilnaðar drægi mundi ef til vill mega fá samkomulag um hann fremur en hina venjulegu kapphlaupahesta flokkanna. Þegar heim kom, var í fyrstu lítið fyrir sendiherra að starfa því að utanríkisráðherrann Stefán Jóhann og hinn ný- skipaði skrifstofustjóri Stefán Þorvarðarson þurftu sýnilega ekki á aðstoð að halda við sín störf. Sendi- herrann var þánnig á einskonar biðlista þar til kom að ríkisstjórakjöri. Lagði eg til, bæði á flokksfundum og annarsstaðar, að hann yrði valinn ríkisstjóri, fyrst og fremst til að spilla ekki fyrir skilnaðarmálinu með átökum pólitísku flokkanna. Sveinn Björnsson var auk þess velkynntur hjá dönskum valdamönnum og þeim fjölmenna hóp íslendinga, sem sífellt voru að skrifa undir andmæli gegn „fullu frelsi“. Þó að ekki væri mikið tillit takandi til andstæðinga skilnaðarins, þá var samt mikils virði að kljúfa ekki stuðningsmenn hins fulla frelsis í landinu og að egna ekki andstæðinga að óþörfu gegn málinu. Þar sem ríkisstjórinn og síðar forsetinn hafa raunverulega mjög lítið vald var vel hægt að hlynna að vinsælum og dagfarsprúðum manni í em- bættið, þó að vitanlegt væri að honum hentaði ekki í að standa í stórræðum. Hafði sú vöntun komið áþreif- anlega fram í Kópavogsmálinu og þá ekki síður þegar

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.