Ófeigur - 15.08.1951, Síða 23
ÖFEIGUR
23
hann hélt sem ríkisstjóri hina fráleitu útvarpsræðu
móti skilnaði. Allt þingið og öll ríkisstjórnin bað ríkis-
stjórann að gera ekki þann óvinafagnað að halda þessa
ræðu en hann fór sínu fram. Það tók þingið heilan
mánuð að rétta skilnaðarmálið við veturinn 1944 eftir
þetta óvænta áfall. Samt náði skilnaðurinn fram að
ganga þá um vorið. Islendingar fengu uppfylltan alda-
langan draum um fullt frelsi.
*
Vigfús Guðmundsson gerði rétt er hann hreyfði þessu
máli. Nú vita menn með glöggum rökum, að þingstjórn-
arþjóðir leyfa sér að gefa þjóðhöfðingjum sínum bend-
ingar þegar þeir eru á villigötum. Þegar ég gagnrýndi
hóflega og með ljósum rökum ríkisstjórann fyrir að
gefa óvinum lands og þjóðar óþarfa stuðning með vernd
sinni og veizluhöldum varð að framkvæma borgaralega
skyldu úr því að ég bar betur skyn á málið heldur
en hann. Reynslan hefir líka sýnt að frumhlaup borgara-
legra rithöfunda og skálda var hið mesta óhapp fyrir þá
og að félagsómynd sú, sem þá var stofnsett, hefir orðið
íslenzkri list og bókmenntum til tjóns og álitshnekkis
en einskis gagns.
#
Vigfús Guðmundsson misminnir er hann segir, að ég
hafi beygt mig fyrir ranglátum meirihluta og breytt
framburði til þóknunar mönnum, sem höfðu á röngu
að standa. Engin lína er til eftir mig prentuð eða
skrifuð, þar sem gistivinir kommúnista hafa breytt
orðum eða efni. Fimm stjórnarmenn Tímans af níu
sneru blaðinu og flokknum til samstarfs við bolsivika.
Meiri hlutinn, þar á meðal Vigfús Guðmundsson, hugðu
sig bera betur skyn á málið heldur en ég. Forysta
flokksins og blaðsins komst þá í hendur andstæðinga
í flokknum og nú tóku þeir við ábyrgðinni. Enginn
þessara fimmmenninga, nema Vigfús Guðmundsson, hef-
ur síðan þetta gerðist ritað nokkra grein í Tímann, sem
þýðingu hafði. Enginn þeirra hefir borið við að bera
fram í blaði eða opinberlega á öðrum stöðum nokkra,
hugsjón, sem hafði varanlegt almennt gildi. I flokkn-
umí bæði innan þings, og einkum utan, eru margir
mjög vel viti bornir menn, en þessir vitsmunir koma