Ófeigur - 15.08.1951, Side 26

Ófeigur - 15.08.1951, Side 26
26 ÓFEIGUR vörur innanlands og láta bæina þjóðnýta fyrirtækin. En svo mjög var Framsókn horfin öllum samvinnu- heilindum, að hún hafði uppi vinmæli um samstjórn við verstu fjendur samvinnufélaganna samhliða augljósum fjandskap þeirra. Þegar kom fram á árið 1944 sóttu Framsóknarmenn fast á um samstjórn með bolsivikum og stóðu fulltrúar beggja flokka í samningum um þetta efni bæði fyrir og eftir sambandsslitin. Undir haust voru Hermann og Eysteinn orðnir í bili sannfærðir um, sem líka var rétt, að bolsivikar drógu þá á tálar. Þá bauð Hermann Ólafi sættir og bandalag. Þá var ákveðið að leika með Búnaðarfélagið og láta það létta undir samstarf flokkanna með því að gefa eftir af samnings- bundnum greiðslum átta miljónir af fé bænda það ár. Þá urðu bolsivikar hræddir við borgaralegt samstarf og köstuðu sér í fang Mblmanna með þeim skilyrðum einum, að mega stýra útvegi og menntamálum. Eru af- leiðingar þessarar ráðsmensku nú að verða þjóðkunnar og koma líka glögglega við pyngju borgaranna. Fram- sókn var nú í andófi og mjög reið Ólafi og hans vin- um. Ég bar þá fram vantraust á stjórnina og rökstuddi með því, sem nú er fram komið, að bolsivikar mundu eyðileggja þjóðskipulagið með setu í landsstjórninni. Að vísu svall Hermanni og Eysteini móður við Ólaf, sem hafði nú enn einu sinni dregið burst úr nefi þeirra en samt sátu þeir hjá. Þeir voru enn að vonast eftir að upp úr kynni að slitna milli bolsivika og Ólafs svo þeir gætu komist ofan í sæng Kveldúlfs glóðvolga. Með þessu at- ferli tók Framsóknaflokkurinn beinlínis ábyrgð á allri þeirri ógæfu, sem stafaði af tveggja ára stjórn kommún- ista. Framsókn sneri geir sínum móti Mblmönnum en ekki bolsivikum. Eftir að Truman bauð íslandi varnir, haustið 1945 og allt árið 1946 voru Hermann og aðrir leiðtogar flokksins á vonargægjum rnn samstarf við kommúnista og í stöðugu samstjórnarsnuddi við þá. Hálfur flokkurinn fylgdi bolsivikum að öllu leyti í Kefla- víkurmálinu. Eftir að samningurinn var staðfestur á þingi haustið 1946 sögðu Brynjólfur og Áki af sér en biðu þó í stjórninni. Hermann og Eysteinn urðu nú vongóðir um vinstri stjórn og kölluðu saman flokks- þing fyrir jól. Þar létu þeir samþykkja stefnulínu, sem gekk öll í átt til verkamanna en óvingjarnleg borgara- legri samvinnu. Bolsivikar vildu samt ekki sinna

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.