Ófeigur - 15.08.1951, Síða 28

Ófeigur - 15.08.1951, Síða 28
28 ÖFEIGUR blaka við þeim flokki, sem nú er að dómi sömu manna óhúshæfur með heiðarlegu fólki. Ég varð fyrir því láni, þegar ég var að búa mig undir vantraustræðu á hendur Ólafi og bolsivikum hans haustið 1944 að mér kom í hug hin snjalla saga í Heimskringlu um Harald hárfagra, sem situr í höll sinni, þegar hann fær dularfull boð, að fögur kona bið- ur hann að finna sig í tjald skammt frá konungs- heimilinu. Hann gengur þangað og inn í tjaldið. Unga konan hrífur hug hans. Hann tapar allri dómgreind og sjálfstæðri hyggju. Ríki hans, þegnar, skyldustörfin og sæmdin, allt er gleymt í ofurmagni sjúkrar ástríðu. Konungurinn giftist galdrakonunni fögru. Þau eiga sam- an nokkur börn en Haraldur skeytir ekki ríkisstjómar- störfum. Hin nýi róman tekur hug hans allan. Þá and- ast unga konan. En hún fölnar ekki, og heldur allri sinni fyrri fegurð. Konungur situr hjá sæng hennar og lætur ekki hreyfa líkið. Ráðherrum hans stendur stuggur af þessari furðulegu framkomu konungs. Einn þeirra, sýnilega „æfður“ stjórnmálamaður, bendir konungi á, að svo tiginni konu sæmi ekki að búa lengi við sömu sængurklæði. Haraldur vill unna konu sinni þessarar sæmdar sem annarar. En þegar líkið er hreyft kemur í ljós, að undir klæðum er það sundurgrafið af ormum, eðlum og allskonar pöddum. Þá fyrst rankar konungur við sér. Hann fær viðbjóð á líkinu, konunni, minningunni um hana og á börnum þeirra. Þá skaut einn af vinum konungs fram þeirri viturlegu athuga- semd, að börnin myndu gjarnan hafa viljað að hann hefði útvegað þeim betra móðerni. # Þegar ég las fyrir „vinstri“stjórnarhneigðum þing- heimi þessa dæmisögu úr frægustu bók eftir íslenzkan mann, kom mér ekki til hugar að hún mundi rætast svo bókstaflega sem raun ber vitni um. Það var ekki Ólafur Thors einn, sem fór út í „gamman" til galdra- konunnar og gleymdi því, sem hann átti að muna. Allir þrír borgaraflokkarnir, blöð þeirra og forustuhð var hugfangið af hinni austrænu töframynd. Haustið 1946 þegar Áki hafði komið þeirri flugu í munn Mblmanna

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.