Ófeigur - 15.08.1951, Síða 31
ÖFEIGUR
31
væri komin um málið í Ófeigi. Þótti þeim nokkru
skifta í fásinninu utan við fósturjörðina að sjá hvað
um málið væri sagt á prenti. Brá einn endurskoðandinn
sér í flugvél til meginlandsins eftir umræddu Ófeigs-
hefti. Stóru blöðin höfðu ekki minnst á orustuna um
Vestmannaeyjar en herliði stjórnarinnar þótti sem hér
væri um að ræða ofurlitla litkvikmynd af bardaganum
og það mundi verða hún, sem haldið gæti afrekum
þeirra á lofti á ókomnum tímum. Rann vígamóðurinn
nokkuð af hetjunurn undir vertíðarlokin. Fór þeim
líkt og ensku og þýzku hermönnunum í skotgröfum
fyrra heimsstríðsins er þeir hittust og ræddust við
milli fallbyssukjaftanna, þegar tók að nátta og gáfu
óvinunum vindlinga. Ræddu stríðsmenn ríkisstjórn-
ar um frásögu Ófeigs. Vanþökkuðu bæði Helgi og stór-
dómarinn fréttaritunina en þóttust þess þó fullvissir,
að í þessari mynd mundu atburðir stríðsins geymast
* einna lengst í hugum fólksins í landinu.
I hverju stríði er hernaðurinn háður á landi, í lofti
og ýmist undir eða ofan á yfirborði hafsins. Svo er
einnig um Vestmannaeyjarstríðið. Þar eru margir víg-
vellir. Allt af á Helgi kaupmaður hendur sínar að verja
líktog efnamenn á kaþólska tímabilinu. Fégjarnir kirkju-
höfðingjar sóttu á að ná eignunum. Fyrir utan leyfis-
Iausan innflutning var stórdómarinn settur í gerðar-
dóm með sýslumanni Eyjabúa sem nú er þaðan farinn.
Var stefnt að því, að Helgi skyldi verða útlægur um
362 þúsund krónur fyrir að smíðalærlingur, sem vann
hjá smið í þjónustu Helga, hafði misst af nokkurri
kennslu og skyldi Helgi bæta spjöll á sáttmála piltsins
með þessari fjárfúlgu. Reiknuðu andstæðingar Helga
dæmið þannig að smíðaneminn mundi ekki verða full-
lærður iðnaðarmaður af því að kennari hans fór á miðj-
um tíma úr þjónustu Helga og féll þá kennslan niður.
Var málið lagt þannig fyrir, að ef pilturinn hefði orðið
smiður og meistari, þá mundi hann hafa náð háum
aldri og jafnan haft marga nemendur og sveina. Hann
mundi ætíð hafa grætt til muna á hverjum slíkum
launþega og með þessum hætti orðið auðugur maður
áður en hann klyfi moldarskaflinn. Hinsvegar töldu
hinir kænu andstæðingar Helga, að fyrir brotalöm þá