Ófeigur - 15.08.1951, Síða 32

Ófeigur - 15.08.1951, Síða 32
32 ÖFEIGUR er varð á námi piltsins, mundi hann alla æfi vera „al- múgamaður“ með lágum tekjum og varla eiga fyrir út- för sinni. Þótti þeim hæfilega metið að 362 þúsundir dæmdust piltinum fyrir að komast ekki samkvæmt áætlun úr fylkingu alþýðumanna til yfirstéttanna. Má af þessum tölum sjá að í Eyjum er teflt um mikið eins og Laxness lýsir í Jóni Hreggviðssyni þegar stór- dómari konungsins dæmdi líf og eignir af Eydalín lög- manni. # Hvorugu þessu máli er enn lokið. Stórdómarinn hvarf til Reykjavíkur með sinn liðsafla og lætur sum- arlangt athuga bækur og skjöl Helga Benediktssonar að nýju. Eftir æfintýri endurskoðendanna á Hótel H.B. þykir honum ekki ráðlegt að vera langdvölum í Eyjum með liðsmenn, sem litið er á sem innrásarher. Stór- dómaranum er ljóst. að á hverri strönd bíður Kleo- patra eftir sínum Sesar og vaskir menn hlaupa yfir háa borgarmúra þar sem ástin grípur hjörtun. Auk þess eru kynlegir straumar í Eyjum og oft er tæp sigling milli skers og báru. Vestmanneyingar fylgj- ast af alhuga með þessu langa stríði, sem er komið á fimmta ár. Upp úr einni herferðinni kom vitneskja um að ranglega hafi verið haft af Helga fé, sem nam hundruðum þúsunda. Menn segja að alit sé stórt í Eyjum eins og í Ameríku. Mikill skoðanamunur er þar út af þessum langvinna hernaði. Fylgismenn Eysteins, sem eru að vísu fáir, segja að Bjarni Bene- diktsson standi fyrir styrjöldinni. Sjálfstæðismenn segja að það sé ekki rétt. Eysteinn hafi fjármálin og í hans kassa renni sektimar, ef uppvíst verði um leyfis- lausan innflutning. Hinsvegar segja fylgismenn Bjama að hann láti egg sverðsins hlæja móti Eyjarmönnum enda skilji hann best sérstöðu þeirra víkinga, sem þar búa. Þeir vitna til þess, að þegar nokkrir af bátum Gunnars fyrsta jarls í Eyjum voru teknir í landhelgi og dæmdir í sektir, sem nálguðust hina fyrirhuguðu fébætur Helga síðasta jarlsins í kjördæmi Jóhanns fyrir piltinn sem hélt áfram að vera alþýðumaður, þá leit dómsmálaráðherra svo, að þar sem Gunnar mundi innan skamms mæta Map úsi Torfasyni á himnum og hafa þar nóg ag starfa nn sinn út af þeirra skift-

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.