Ófeigur - 15.08.1951, Qupperneq 36

Ófeigur - 15.08.1951, Qupperneq 36
36 ÓFEIGUR næsta bæ við Lundarbrekku. Baldur var mikill atorku- maður bæði til líkamlegra og andlegra verka. Hann. gekk ungur í Möðruvallaskólann og fékk orð á sig fyr- ir að vera óvenjulegur námsmaður. Margir Möðruvell- ingar fluttu alfarnir úr sveitinni og leituðu að lífsstörf- um í bæunum. Slíkt hvarflaði ekki að Baldri Jónssyni. Hann vildi vera bóndi og það heima í sinn sveit. Skóla- gangan var þáttur í undirbúningi fyrir bændastöðuna. Þegar Baldur hafði búið skamma stund á Lundar- brekku fóru bylgjur hins nýja tíma að berast inn yfir Bárðardal. Vélaiðjan hófst við sjóinn. Vélbátar og togarar veitt ungu fólki áður óþekkta atvinnu. Ameríku- flutningar hættu, því að byggðin óx hvarvetna við sjó- inn. En vinnufólkið hvarf að mestu úr sveitunum og ekki auðvelt að fá kaupafólkið heldur. En vélaöldin náði að vísu til sveitanna, en í fyrstu gætti hennar þó lítið í Bárðardal. Baldur á Lundarbrekku var liðfár og börnin ung. Hann hafði á fyrri stríðstímanum 100 ær. Þær urðu flestar tvílembdar. Kúabú var ekki nema fyrir heimilið. Baldur vann mikið og taldi ekki eftir- vinnustundir. Honum þótti gaman að slá og var af- bragðs fjármaður og útsjónarsamur um störf og við- skipti. Þegar kreppan hófst eftir fyrri styrjöldina, hafði Baldur sléttað túnið, byggt vandað steinhús og útihús, virkjað bæjarlækinn, svo að þar fékk heimilið ljós, hita og suðuafl. Akfært var eftir dalnum og sími á hverjum bæ. Heimilið átti flutningabíl og á kvöldin hlustaði Baldur eftir langan vinnudag á hljóðfæraslátt frá sönghöllinni í Mílanó. Lundarbrekkubóndi skuldaði engum neitt, en átti töluvert inni í kaupfélagi sínu. Menn undruðust þessa afkomu, þegar þeir vissu að búið var ekki stórt. En þar bar margt til. Mikil afköst bóndans og heimamanna, þar með talin vinna barn- anna, þegar þau komu á legg. Jörðin var kostaland og öllu stjómað með ráðdeild og hagsýni. Þegar börn- in fjögur voru fullorðin, var skipt verkum í ættargarð- inum. Einn sonur af þrem fór til Austurlands og fékk þar staðfestu. Tveir synir og ein gift systir komu sér saman um, með ráði foreldranna^ að gera þrjú sjálf- stæð heimili á Lundarbrekku: Ein jörð. Þrír steinbæir. Túni og túnstæðum skipt. Aðskilin peningshús að mestu fyrir fjölskyldurnar. Verkvélar séreign, en oft notað- ar sameiginlega. Hér var nýtt landnám, þorpsmyndun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.