Ófeigur - 15.08.1951, Síða 38

Ófeigur - 15.08.1951, Síða 38
38 ÖFEIGUR var létt um að skrifa í blöð og tímarit. Ekki bar á að Jónas Baldursson hefði ljóðgáfu, en um ýmsa aðra eiginleika var hann raunverulega aldamótabarn. Hann var gæddur því lífsfjöri og bjartsýni um ókomna daga, sem einkenndi þá kynslóð, sem var sannfærð um að hún mundi endurfæða landið og skila því stjórnfrjálsu í hendur eftirkomendanna. Alvöruþungi og gróðabrell- ur tveggja heimsstyrjalda hafa sett sérstakan blæ á marga þá menn, sem fæðzt hafa upp síðan ófriður varð hið ríkjandi ástand í heiminum. Óró og erfið- leikar yfirstandandi tíma snertu ekki Jónas Baldurs- son á sama hátt og marga samtíðarmenn hans. Hann hafði með undarlegum hætti hlaupið yfir heilan kapí- tula í sögu landsins og leit á tilveruna sömu augum eins og skáldið, sem mótaði í snjöllu formi hugsjón aldamótakynslóðarinnar: „íslenzk þjóðar endurfæðing, ísland frjálst, og það sem fyrst.“ Vegna heilsubilunar föðursins varð Jónas Baldurs- son að taka við búi hans fyrr en hann hafði óskað. Honum þótti sér nauðsyn að gista næstu lönd áður en hann settist um kyrrt að föðurleyfð sinni. Hann tók það ráð, að leigja bú sitt og jörð í tvö ár. Á þeim tíma ætlaði hann að kanna ókunna stigu, heim- sækja Norðurlöndin þrjú og England. Hann bjó sig vel undir þessa för og hafði stuðning af reynslu ým- issa góðvina, sem dvalið höfðu fyrr á þessum slóðum. Hann fór fyrst til Noregs, síðan til Svíþjóðar og það- an til Danmerkur. Oft heimsótti hann skóla, styttri eða lengri tíma, tilraunastöðvar og fyrirmyndarbýh. I borgunum kynnti hann sér með sama hætti líf fólks- ins og sameiginleg átök. Jónas kom heim um mitt sumarið milli námsvetranna og starfaði á síldarbát frá Siglufirði bæði til að freista að afla sér ferðafjár og kynnast atvinnunni og kjörum síldveiðimanna. Afla- leysi var þetta sumar, svo að ekki stækkaði ferðasjóð- urinn til muna, en Jónas reyndi sjálfur iðjuleysi og vonsvik þeirra mörgu, hraustu ungu manna, sem tóku á bátnum með honum þátt í þessu þjóðlega en slysa- gjarna happdrætti íslendinga. Um haustið fór hann til Englands og dvaldi þar fyrst um stund á hinum

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.