Ófeigur - 15.08.1951, Síða 49

Ófeigur - 15.08.1951, Síða 49
ÖFEIGUR 49 Eldvatnið á almennum skemmtisamkomum. Grænlendingar gefa áfenginu þetta velvalda heiti. Áfengisnotkun Islendinga er méiri háttar þjóðarböl. Hér er á opinberum samkomum, meiri skrílsskapur um nautn áfengra drykkja heldur en vitað er til í nokkru landi með sambærilega almenna menningu. Fyrir tveim árum var eg í Róm á almennri útisamkomu í stór- um skemmtigarði. Þetta var á uppstigningardag í fögru veðri. I garðinum var talið að vera mundu á þessum degi um hundrað þúsund konur, karlar og börn. Ég lét berast um allan garðinn með mannstraumnum. Allir voru glaðir að sjá. Þetta var í landi þar sem vín er haft um hönd daglega á hverju heimili. En þar sá ekki vín á neinum manni. Þannig á að fara með vín og ekki öðruvísi. Um sama leyti gerðist heima á íslandi allólíkt dæmi um óskemmtilega vínnotkun í góðri, sunn- lenzkri sveit. Fólkið í þessari byggð hafði fyrir nokkr- um árum komið sér upp myndarlegu samkomuhúsi. Karlmenn í sveitinni gáfu í þessu skyni 1200 dagsverk til húsgerðarinnar og sýndu með þeirri fórn mikinn þroska og lofsverðan áhuga. I góðu veðri þetta sama sumar var skemmtisamkoma heimamanna í þessu húsi og seldur aðgangur í sambandi við fjársöfnun til fé- lagslegra þarfa í sveitinni Þá koma á þetta mannamót margir drukknir menn úr næstu þorpum og frá höfuð- staðnum. Þeir géra aðsúg að samkomunni og hleypa henni upp. Næsta morgun var varla nokkur rúða heil í öllu húsinu. Hinir ölóðu menn höfðu grýtt húsið og ráðizt inn í hóp heimamanna, sem skemmti sér með dansi og söng, en þessir dónar gerðu allt skemmtana- líf heimamanna að ófæru. Stundum reynir sveitafólk- ið að setja hina drykkjuóðu menn í poka eða niður í djúpar heyhlöður, en núverandi ríkisstjórn hefur óheimilað þá sjálfsvörn, og er það kapítuli út af fyrir sig. Stundum reynir fólk að bjarga lífi og limum sinna samkomugesta með því að fá að láni 2—4 lögreglu- þjóna frá Reykjavík, til að halda friði á mannamót- um, en það er dýrt, og í því er engin úrlausn. Auk þess telja slíkir lögreglumenn sér ekki fært að gera meira en hindra að hinir ölóðu gestir brjóti niður hús eða limlesti samkomugesti. Þrátt fyrir hóp slíkra lög- gæzlumanna er eftir mikið af skrílskap hinna drukknu,

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.