Ófeigur - 15.08.1951, Qupperneq 52

Ófeigur - 15.08.1951, Qupperneq 52
52 ÖFEIGUR Enn stendur skáli á Keldum í Rangárvallasýslu. Glaum- bær í Skagafirði og Bustarfell í Vopnafirði hafa verið endurreistir á síðustu árum. Enn er til, svo að segja í fullu gildi, en þó ónotaður, einn myndarlegasti sveita- bær á landinu. Það er prestssetrið gamla á Grenjaðar- stað. Þar var stórt og mannmargt heimili, þegar sr. Helgi Hjálmarsson féll frá, fyrir rúmlega 20 árum. Síðan þá hefur ekki verið búið í bænum. Hann var langsamlega of stór fyrir fámennt heimili, eins og nú tíðkast um prestsetur. Að sjálfsögðu hefur bærinn hrörnað nokkuð, þó að fornminjaverðirnir Matthías og Kristján, hafi getað lagt nokkurt fé honum til vernd- ar á undangengnum árum. Þar standa fram á hlaðið hin mörgu, gömlu þil, bæjardyr, stofur og skemmur. Löng göng liggja gegnum bæinn, framhjá ýmiskonar geymsluhúsum fyrir eldivið og hvítar vörur. Þá kem- ur portbyggð baðstofa, þiljuð uppi og niðri í hólf og gólf, en til hliðar mikið eldhús með arinn á miðju gólfi og stórt fjós, sem að vísu hefur verið rifið, en sóknar- menn vita um stærð þess og útlit. Með því að setja vatnshelt þak á allan bæinn og ganga vel frá öllum sundum. svo að enginn raki komi í veggi milli húsa, setja torfþak á allan bæinn og hindra fúa í viðum, þá er þar komið safnhús fyrir allt landið. Laxárfossar og hin mikla, norðlenzka rafstöð er skammt frá Grenjaðar- stað. Þaðan ætti að fá ókeypis nætur-rafmagn og hita með því miðstöð, sem væri geymd í múrkjallara rétt hjá bænum. Þaðan kæmi svo heitt vatn um allan hinn víðlenda bæ, en enginn eldur ætti þar að vera eða ljós önnur en dagsbirtan. Með þeim hætti má forðast alla brunahættu og gera bæinn varanlegan öldum saman. Þingeyingar safna gömlum munum í byggðasafn og geta væntanlega á nokkrum árum lagt þar til mikið af þeim áhöldum, sem voru í slíkum bæ fram-yfir síð- ustu aldamót. Grenjaðarstaður liggur vel í sveit. Þing- eyjarsýsla er á sumrin mikið ferðamannaland og Laxá fegursta á í álfunni. Bærinn á Grenjaðarstað mundi verða góð og heppileg viðbót við fornminjasafnið í Reykjavík. Námshópar barna og unglinga mundu koma þar hundruðum saman ár hvert og fá við stutta heim- sókn meiri fræðslu um líf og hætti forfeðranna held- ur en með lestri margra bóka um sama efni, því að sjón er sögu ríkari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.