Ófeigur - 15.08.1951, Page 57

Ófeigur - 15.08.1951, Page 57
ÖFEIGUR 57 lífi Islendinga með skapandi afli, en ekki eins og hálf- sofandi launþegi á skrifstofu þar sem allt sem skiptir máli er gert í eftirvinnu, af því að hún er bezt launuð. Það mætti ef til vill orða vandamálið á þann veg, að aftur þurfi að flytja þúsund ára gamla uppeldistækni frá sjó og úr sveit inn í hina hátimbruðu skólasali, er eldri kynslóðin hefur reist og vænt sér mikils af. Þjóðleikhúsið. Reykvíkingar vilja koma í Þjóðleikhúsið af því að þeir eru hrifnir af hinni látlausu tign og ágæti hússins. Oft er þar leikið allvel og stundum prýðilega. En þjóð- nýtingin og margþætt skrifstofubákn liggur eins og hafþoka yfir starfsháttum leikara, sem hafa áður sýnt betri leikaragáfu, meðan þeir störfuðu á frjálsum grundvelli. Þessvegna er nú svo komið, að Reykvíkingar yfirfylla Iðnó kvöld eftir kvöld þrátt fyrir hin óhentugu húsakynni. Þar hafa nokkrir ungir leikarar starfað með ágætum í vetur. Þar unnu Sigrún Magnúsdóttir, Guðbjörg Þorvarðardóttir, Baldvin Halldórsson, Gunn- ar Eyjólfsson og fleiri efnilegir menn. Forráða- menn Þjóðleikhússins tala stundum um þá hærri list, sem þeir sýni fólkinu. Einstakir leikarar gera þar margt vel og forstöðumaðurinn er árvakur og reglusamur. En þó að beitt sé gullvog, er hvergi í leiksýningum Þjóðleikhússins finnanleg meiri snild eða andgift held- ur en í starfi Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó. Ef hinn gamli frjálsi andi áhugamenskunnar væri að verki í Þjóðleikhúsinu mundu yfirburðir koma í ljós. Fram- tíðarverkefni höfuðstaðarbúa í leikhúsmálum er, að leggja niður Rússaskipulag Brynjólfs Bjarnasonar en hleypa Leikfélagi Reykjavíkur inn í Þjóðleikhúsið og láta leikendur starfa upp á hlut. Engir leika nú betur í „embættisvinnu" heldur en önnum kafnar húsfreyjur, iðnaðarmenn og bankaþjónar, sem starfað hafa á veg- um Leikfélags Reykjavíkur. En þeir voru frjálsir menn en ekki ríkistryggðir embættisfuglar, eins og í Snæ- drottningu Andersens. Þegar ég legg nú fram að nýju tillögur mínar í þessu máli, þá tel ég mig hafa meira erindi á þeim vett- vangi heldur en ráðherrar þeir, sem gripið hafa fálm-

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.