Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 58

Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 58
58 ÖFEIGUR andi höndum án reynslu og þekkingar, inn í þróun leik- húsmálanna. Ég lagði á sínum tíma til þá hugmynd, sem gerði kleyft að reisa fyrir leiklist höfuðstaðarins fegursta og fullkomnasta hús á Islandi. Ég hefi með miklu erfiði en engum launum unnið 27 ár að því að ráða fram úr leikhúsmáium Reykjavíkur. Ég hef oft beðið ósigur og oft orðið að sætta mig við langar og óþarfar biðir. Eftir að þjóðleikhúsið var orðið fok- helt 1932, varð ég að bíða í 12 ár eftir að verkið yrði hafið að nýju. En ég var ekki óþolinmóður. Ég vissi að fáfræðin og stundarhyggjan þurftu að hafa framrás, en sigurinn væri öruggur að lokum, eins og líka varð. Það var ekki sérlega skemmtilegt að standa á verði ár eftir ár, móti opinberum ræningjum, sem sóttu á með skemmdarverkaiðju í leikhúsmálinu. En þetta varð að gera og var gert. Með Rússaskipulaginu í leikstarfsemi Þjóðleikhússins er listinni stungið svefnþorn og fjár- munum alþjóðar sóað án fyrirhyggju. Þegar þjóðin er orðin þreytt á þjóðnýtingu leiklistar í Reykjavík, verð- ur skipulaginu gerbreytt. Stjórnin skipar ráðsettan mann sem yfirmann þjóðleikhússbyggingarinnar, og þar mundi torfenginn betri maður en Rósinkranz. Leik- félag Reykjavíkur fengi að sýna þar leiklist sína eins og áður fyrr í Iðnó fyrir eigin reikning. Ef til vill hefði Leikfélagið Iðnó líka til umráða til sérstakra sýninga. Leikhúsið fengi, við hlutarskipti, tiltekið magn af tekj- um sýninganna til að standast nauðsynleg útgjöld við rekstur og viðhald hússins. Allar meiri háttar söng- skemmtanir í bænum ættu að fara fram í Þjóðleik- húsinu. I vor sem leið var Þjóðleikhúsið of dýrt fyrir samband karlakóranna, svo að þeir sungu í kvikmynda- húsi. Slíkt er þjóðarskömm, sem ekki má endurtakast. Aðgöngueyrir að Þjóðleikhúsinu er nú allt of hár og stafar það af of mörgu og of hátt launuðu embættis- fólki. Ef Leikfélag Reykjavíkur fær að starfa í Þjóð- lekihúsinu og fær borgun eftir afköstum, verða allir bekkir að jafnaði fullsetnir, eins og tíðkast í þúsund- um einkarekinna leikhúsa í hinum frjálsu löndum heimsins. Þegar Þjóðleikhúsið er byrjað að starfa á sama grundvelli eins og menntað fólk í vesturlöndum bygg- ir á, losnar um skemmtanaskattinn að nýju. Leikhúsið í Reykjvík er fullgert. Þá kemur í ljós, að fólkið á Ak-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.