Ófeigur - 15.08.1951, Síða 64
64
ÖFEIGUR
ræfli. Innihaldsleysið í framburði Ólafs sannar betur
en flest annað, hve lítið dómendur í Hæstarétti hafa
skilið eðli málsins er þeir knýja fram svo þýðingar-
iausa yfirheyrzlu um málsatriði sem voru meira en
fullskýrð.
„1930, Nóv. 12. Kéttarhald í lögreglurétti Keykjavíkur.
Pyrir var tekið að halda áfram réttarrann-
sókn í framangreindu máli.
í réttinum er mættur Ólafur Jónsson, áður bifreiðar-
stjóri, nú loftskeytamaður á b/b. Gylfi, og kom frá
Englandi í dag kl. 2 e. h. Hann er 24 ára, til heimilis
að Fálkagötu 13.
Hann er mjög alvarlega áminntur um sannsögli.
Aðspurður um það, hvað gjörðist eftir að ákærði og
yfirh. komu í skúrinn, segist hann alls ekki muna greini-
lega um málsatvikin eftir svo Iangan tíma. Hann kveðst
þó greinilega muna, að Pétur hafi ekið bifreiðinni inn
eftir og kveðst hann hafa setið við hlið hans. Hvor
þeirra fór út úr bifreiðinni til þess að opna skúrinn
eða hvort þeir fóru báðir, það man hann ekki. Þessi
bifreið var einatt geymd þarna og hafði Pétur með
hana að gera — ók henni þegar hann var'ekki á verk-
stæðinu. Hann minnir fremur að Pétur færi út úr til
þess að opna skúrinn, því hann hafði lyklavöld að
skúrnum vegna þess að hann geymdi bifreið sína þar.
Síðan ók Pétur bifreiðinni rétt inn úr dyrunum, en
þó ekki nægilega langt að Pétri þótti, enda minnir hann
að eitthvert dót væri fyrir í skúrnum og minnir hann
að þeir færu báðir í að taka það frá, því hann minnir
nú að hann færi út úr bifreiðinni fyrir utan dyrnar og
ekki upp í hana eftir það. — Aðspurður, kveðst hann
alls ekki muna, hvaða dót þetta var, sem þeir tóku
frá. Þegar hann er spurður um það, hvort þetta hafi
verið hjólbörur, segist hann alls ekki muna það. Hann
kveðst svo hafa ætla að láta Pétur um það að koma
bifreiðinni fyrir að svo miklu leyti, sem eftir var.
Framh.
Afgreiðsla Landvarnar: Laugaveg 7, Reykjavík.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jónas Jónsson frá Hriflu.
Prentað í Steindórsprenti h.f., Tjarnargötu 4, Reykjavik.