Orð og tunga - 08.07.2019, Page 10
viii Orð og tunga
Þórhalla Beck og Matthew Whelpton beina sjónum að litum í
íslensku táknmáli. Í greininni bera þau saman rannsóknir á litaheitum
í íslensku táknmáli, íslensku og ensku. Niðurstöður þeirra styðja
ráðandi kenningar um að kjarni litahugtaka sé nokkurn veginn sá sami
í öllum tungumálum, hvort sem um er að ræða skyld mál eða óskyld.
Munurinn á milli tungumála kemur aðallega í ljós þegar sjónum er
beint að litum á jöðrum hugtakanna (t.d. grænblár eða apríkósulitur).
Þau benda einnig á að einn helsti munurinn á orðmyndun í íslensku
og íslensku táknmáli sé sá að í raddmálinu sé rík tilhneiging til að
mynda ný litaheiti með samsetningum á meðan táknin þróist oft úr
hlutaheitum (sbr. fjólublár, glóðarauga).
Tinna Frímann Jökulsdóttir, Anton Karl Helgason, Sigríður
Sigur jóns dóttir og Eiríkur Rögn valds son greina frá niðurstöðum
rann sókn ar sinnar á viðhorfum Íslendinga til nýyrða og aðkomuorða.
Í rann sókn inni er sjónum beint að orðapörum sem tengjast tölvum og
tækni þar sem annað orðið er íslenskt nýyrði og hitt aðkomuorð úr
ensku (t.d. vafri og browser). Höfundar komast m.a. að þeirri niður-
stöðu að meirihluti þátttakenda er mjög hlynntur þeirri stefnu að
mynda skuli íslensk nýyrði. Þegar spurt er sérstaklega út í notkun
einstakra orðapara má þó greina mikinn mun á milli þeirra.
Ari Páll Kristinsson fjallar um hugmyndir Haugens, Ammons
og Spolsky um málstöðlun, málstefnu og málstýringu og setur þær
í íslenskt samhengi. Í greininni sýnir hann hvernig hugmyndirnar
nýtast við rannsóknir á íslensku málsamfélagi og tekur m.a. sem
dæmi víðtæk áhrif Björns Guðfinnssonar á íslenskan ritmálsstaðal á
20. öld. Einnig fjallar hann um nýlegar hugmyndir Spolskys um áhrif
baráttufólks á málstefnur og nefnir sem dæmi breytingar á notkun
kyns í íslensku.
Í þessu tölublaði er höfundum í fyrsta sinn gefinn kostur á því
að birta smágreinar sem fjalla um afmörkuð fræðileg efni. Svavar
Sigmundsson ríður á vaðið og birtir grein sem fjallar um merkingu
viðurnefnis Leifs heppna. Svavar færir rök fyrir því að lýsingarorðið
heppinn hafi áður fyrr haft bæði merkinguna ‘lánsamur’ og ‘frækinn’.
Máli sínu til stuðnings vísar hann til færeysku.
Að venju er þátturinn Málfregnir aftast í tímaritinu. Annars veg ar
kynnir Steinþór Steingrímsson nýja Risamálheild sem hefur verið
aðgengileg á vefnum frá því vorið 2018 og hins vegar fer Jóhannes B.
Sigtryggsson yfir helstu breytingar í reglum Ís lenskr ar málnefndar
um greinarmerkjasetningar.
Ég færi fyrrverandi ritstjóra Orðs og tungu, Ara Páli Kristinssyni,
tunga_21.indb viii 19.6.2019 16:55:46