Orð og tunga - 08.07.2019, Page 17
Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir: Kjarni tungumálsins 5
ekki einungis fyrir þess um skorti innan fræðasamfélagsins, heldur
einn ig við dagleg störf“ (Sigfús Blöndal 1920–1924:vii). Í orða bók ar-
grein un um er að finna fjöldann allan af mál lýskuorðum, orða sam-
bönd um og notkunardæmum, miklu meira en nokkurn tíma hafði
áður sést í íslenskum orðabókum. Sérstök áhersla var lögð á ís lenskt
al þýðumál. Bókin átti ekki að vera orðabók fyrir fræðimenn held ur
átti hún að lýsa íslensku máli eins og það var talað og ritað. Orða-
bókin var fyrst og fremst samin fyrir Íslendinga en af sögulegum og
útgáfulegum ástæðum voru orðskýringarnar hafðar á dönsku. Enda
þótt orðskýringarnar væru vandaðar hljóta þær að hafa dregið nokk-
uð úr notagildi orðabókarinnar fyrir allan almenning sem kunni
dönsku misjafnlega vel.
Íslensk-dönsk orðabók er afar efnismikil, yfir þúsund blaðsíður, og
má segja að með henni hafi orðið þáttaskil í íslenskri orðabókagerð,
bæði hvað varðar fagmennsku í vinnubrögðum og umfang rits ins.
Sigfús hafði hugsað sér að orðabókin yrði endurskoðuð og endur-
útgefin reglulega, og átti sérstakur sjóður sem stofnaður var að
fjármagna það verk. En eins og kunnugt er var það aldrei gert og
aðeins ein útgáfa af Íslensk-danskri orðabók hefur litið dagsins ljós.3
2.2.2 Íslensk orðabók handa skólum og almenningi
Fyrsta íslenska einsmálsorðabókin, þ.e. orðabók þar sem bæði upp-
flettiorðin og skýringarnar eru á íslensku, kom ekki út fyrr en eftir
miðja 20. öld. Það var Íslensk orðabók handa skólum og almenningi í
ritstjórn Árna Böðvarssonar sem var fyrst gefin út hjá Menningarsjóði
árið 1963. Önnur útgáfa hennar, talsvert aukin og bætt, kom út
tuttugu árum síðar. Menningarsjóður var ríkisrekið forlag sem gaf
út bæði fræðirit og fagurbókmenntir. Árið 1992 var Menningarsjóður
lagður niður og var þá útgáfuréttur að Íslenskri orðabók boðinn út, og
í kjölfarið seldur til bókaforlags Máls og menningar. Árið 1996 var
hafist handa við að koma Íslenskri orðabók á gagnagrunnstækt form,
og þar með var rafvæðing orðabókarinnar hafin. Hún var að hluta til
endurskoðuð næstu árin á eftir, í ritstjórn Marðar Árnasonar, og gefin
út á geisladiski árið 2000. Síðan þá hafa komið út nokkrar útgáfur af
orðabókinni, bæði sem prentaðar bækur og vefútgáfur. Þess má geta
að með tilkomu gagnagrunna var hætt að blanda saman breiðum og
3 Þó var gefinn út viðbætir við orðabókina árið 1963 í ritstjórn Halldórs Halldórssonar
og Jakobs Benediktssonar, og voru þar viðbótarorð sem ekki voru í upphaflegu
bókinni. Enn voru allar orðskýringarnar á dönsku.
tunga_21.indb 5 19.6.2019 16:55:47